Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16497
Í þessari ritgerð er fjallað um hlutastörf. Reynt verður að varpa ljósi á sameiginleg einkenni þeirra sem vinna hlutastörf. Eins er lagt upp með að sjá hvort munur sé á heilsu þeirra sem vinna hlutastörf og þeirra sem vinna fullt starf, ásamt því að kanna hvort kynbundinn munur finnist. Til að svara því eru notuð gögn sem Embætti landlæknis aflaði með lagskiptu tilviljunarúrtaki Íslendinga árið 2009. Til að leggja mat á tengls þessara þátta er stuðst við upplýsingar um ýmsa þætti sem varpað gætu ljósi á einkenni þeirra sem vinna hlutastörf. Þætti eins og aldur þeirra og kyn, hver fjölskyldustaða þeirra er og menntun, ásamt því að kanna hvernig störf þeir vinna sem eru í hlutastörfum. Til að kanna tengsl milli vinnustunda og heilsu og líðan er stuðst við gögn um mat á andlegri og líkamlegri heilsu, ásamt gögnum um hugsanir og líðan sem mældu 7 einkenni, gögnum um 10 streitueinkenni og 7 streitusjúkdóma. Lagt er mat á tengsl þessara þátta við vinnustundir og kyn. Í stuttu máli eru helstu niðurstöður þessarar rannsóknar að sameiginleg einkenni þeirra sem vinna hlutastörf eru að um er að ræða konur sem eiga maka og eiga fleiri en 2 börn, konur sem eru með framhaldsskólapróf eða minna og eru í störfum sem eru almennt lágt launuð. Jafnframt kom í ljós að þeir sem vinna hlutastörf, bæði konur og karlar eru verri til heilsunnar en þeir sem vinna hærra starfshlutfall og konur eru í flestum tilfellum verri til heilsunnar en karlar. Hins vegar eru konur sem vinna hlutastörf jákvæðari gagnvart hugsunum sínum og tilfinningum en karlar sem vinna hlutastörf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Edda Björk Kristjánsdóttir.pdf | 938.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |