en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/165

Title: 
 • Title is in Icelandic Úr fyrirbæri í rétta stærð fyrir þjóðfélagið : sálfélagsleg líðan kvenna fyrir og eftir offituaðgerð
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar: Tilgangurinn var að kanna hvaða áhrif hefur það á sálfélagslega líðan og sjálfsmynd kvenna sem hafa átt við sjúklega offitu að stríða að fara í maga-og garnahjáveituaðgerð: fá þær stuðning við það ferli og hvernig stuðningur kemur þeim best?
  Maga- og garnahjáveituaðgerð er talin hafa jákvæð áhrif á sjálfstraust, viðurkenningu í samfélaginu og almennt betri líðan. Hins vegar getur aðlögun af svo yfirgripsmikilli breytingu verið tilfinningalega streituvaldandi.
  Þátttakendur: Þátttakendur voru fimm konur 35 til 45 ára sem höfðu farið í aðgerð vegna sjúklegrar offitu. Gögnum í rannsóknina var aflað með viðtölum og þau unnin samkvæmt hugmyndafræði Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.
  Niðurstöður: Við úrvinnslu gagna var greiningarlíkan sett fram sem samanstóð af tveimur meginþemum og sex undirþemum. Fyrir aðgerðina var meginþemað slæm sjálfsmynd og undirþemun a) passar ekki inn í þjóðfélagið, fyrirbæri, b) fordómar, meiðandi ummæli, c) erfið ákvörðun að fara í offituaðgerð. Eftir aðgerðina var meginþemað bætt sjálfsmynd og undirþemun a) aukið þrek gefur þér frelsi og nýtt líf, b) er í réttri stærð fyrir þjóðfélagið, fellur inn í fjöldann/hópinn, c) óhrædd við að taka þátt og sýna sig á meðal fólks, hér er ég.
  Í niðurstöðum kom fram hver sálfélagsleg líðan kvennanna var fyrir og eftir offituaðgerð og hvernig framkoma fólks í samfélaginu var gagnvart of feitum einstaklingum. Þær voru kallaðar nöfnum, það var ekki hlustað á þær, því þær voru ekki taldar geta haft skoðun á hlutunum. Ákvörðun um að fara í aðgerð var erfið og ekki endanlega tekin fyrr en á síðustu stundu. Niðurstaða rannsóknarinnar var að sálfélagsleg líðan og sjálfsmynd kvennanna batnaði við það að missa yfirþyngdina, en ekki í samræmi við þyngdartapið. Hefðu sumar viljað fá meiri stuðning þótt þær hefðu ekki áttað sig á því fyrr en eftir á. Niðurstöðurnar voru í samræmi við rannsóknir annarra. Rannsakendur draga þá ályktun að nauðsynlegt sé að geta boðið upp á ýmiskonar andlegan stuðning, því það sýndi sig að hafa áhrif á sálfélagslega líðan og sjálfsmynd kvennanna. Þær fengu aukna orku og nutu betur lífsins, þorðu að láta sjá sig og hættu að vera í felum. Þeim fannst þær ekki lengur vera of stórar fyrir samfélagið, hættar að vera fyrirbæri, komnar í rétta stærð fyrir þjóðfélagið og féllu inn í hópinn.
  Lykilhugtök: Sjúkleg offita. Maga- og garnahjáveituaðgerð. Sálfélagsleg líðan. Sjálfsmynd.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/165


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
fyrirbaeri-heild.pdf2.95 MBMembersÚr fyrirbæri í rétta stærð fyrir þjóðfélagið - heildPDF
fyrirbaeri-e.pdf104.45 kBOpenÚr fyrirbæri í rétta stærð fyrir þjóðfélagið - efnisyfirlitPDFView/Open
fyrirbaeri-u.pdf123.66 kBOpenÚr fyrirbæri í rétta stærð fyrir þjóðfélagið - útdrátturPDFView/Open