is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1650

Titill: 
 • ,,Það væri gott að vera ekki alltaf sérfræðingurinn" : eigindleg rannsókn á þjónustu við ættleidd börn af erlendum uppruna í ung- og smábarnavernd : upplifun foreldra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ættleiðing barns getur verið góð lausn á barnleysi fyrir marga. Á undanförnum þrjátíu árum hafa verið ættleidd um 550 börn af erlendum uppruna til Íslands. Börnin hafa búið við misjafnan aðbúnað í heimalandi sínu fyrir ættleiðingu og hafa ólíkar þarfir í ung- og smábarnavernd.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort foreldrar ættleiddra barna af erlendum uppruna upplifðu að þeir hefðu fengið viðeigandi þjónustu og ráðleggingar með börn sín í ung- og smábarnavernd. Rannsóknarspurningin var: Hvernig er þjónusta við ættleidd börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra í ung- og smábarnavernd á íslenskum heilsugæslustöðvum? Upplifun foreldra.
  Notuð var eigindleg aðferðafræði þar sem hún leitast við að skoða hvernig einstaklingar upplifa það sem athugað er hverju sinni. Til gagnasöfnunar voru notaðir rýnihópar sem eru hópviðtöl við fólk sem hefur reynslu af rannsóknarefninu. Tekin voru viðtöl við sex mæður sem höfðu ásamt eiginmönnum sínum ættleitt eitt til þrjú börn af erlendum uppruna. Börnin voru á aldrinum tveggja til ellefu ára. Viðtölin voru hljóðrituð, rituð orðrétt upp og greind niður í þemu.
  Niðurstöðurnar sýndu að þekkingu skorti hjá heilbrigðisstarfsfólki á séreinkennum ættleiddra barna í ung- og smábarnavernd. Foreldrarnir lýstu því að þekkingarleysið gerði heilbrigðisstarfsfólkið oft óöruggt í starfi sínu. Þeir voru sammála um að ekki væri hægt að treysta á þekkingarbrunn heilbrigðisstarfsfólks því í honum væri lítið að finna um þeirra sérþarfir. Þetta olli vonbrigðum og óöryggi hjá foreldrum. Fram kom að foreldrar hefðu mætt skilningsleysi frá heilbrigðisstarfsfólki með að börn þeirra hefðu sérþarfir. Jafnframt fannst þeim sem börnin fengju ekki sömu þjónustu og önnur börn og upplifðu þannig mismunun. Almenn ánægja virtist ríkja meðal foreldranna með það viðmót heilbrigðisstarfsfólks sem þeir hlutu í ung- og smábarnavernd, en það sagði ekki allt því að þekkingin var það sem að skipti höfuðmáli. Hugmyndir komu frá foreldrum um hvernig bæta mætti þjónustuna og aðlaga hana að þeirra þörfum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru í góðu samræmi við þær erlendu rannsóknir sem gerðar hafa verið um þetta efni og rannsakendum er kunnugt um.

Samþykkt: 
 • 11.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það væri gott að vera ekki alltaf sérfræðingurinn pdf.pdf1.82 MBOpinn,Það væri gott að vera ekki alltaf sérfræðingurinn" - heildPDFSkoða/Opna