is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16500

Titill: 
  • Markmið reikningsskila. Greining ársreikninga
  • Titill er á ensku Objective of accounting. Analysis of financial statements
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestum fyrirtækjum ber skylda til að skila ársreikningi fyrir hvert reikningsár og skal hann innihalda rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi, skýringar og skýrslu stjórnar.
    Verkefni þessu er ætlað að varpa ljósi á tilgang reikningsskila, hvaða mikilvægu upplýsingar er að finna í ársreikningum og hvernig þær upplýsingar nýtast lesendum þeirra. Það er gert með því að fjalla um ársreikninga, skýra frá því á hvaða grundvallar forsendum reikningsskil byggja og hvaða grunnreglum farið er eftir. Kennitölugreiningu eru gerð skil og fyrirtækin Nýherji og Vodafone valin af handahófi, ársreikningur þeirra árið 2012 greindur með kennitölugreiningu og rýnt í niðurstöður.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að reikningsskil veita gagnlegar upplýsingar um þau fyrirtæki sem þau taka til og hægt er að gera sér nokkuð góða hugmynd um fjárhagsstöðu og rekstrarárangur með því að rýna í ársreikninga og notast við kennitölugreiningu. Þó er rétt að átta sig á takmörkunum þeirra og varast að kennitölur eru viðkvæmar fyrir villum. Það er því rétt að skoða þær í samhengi við aðrar stærðir svo sem áætlanir og kennitölur fyrirtækja í sömu atvinnugrein.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Hrund Bjarnadóttir BS 17.9.2013.pdf428.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna