is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16507

Titill: 
  • Almannahagur í ljósi kenninga Karls Marx og Johns Stuarts Mill
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ætlunin að huga að hagsmunum almennings, bæði á félagslegum og efnahagslegum nótum. Kenningar Karls Marxs og John Stuarts Mill um samfélagsgerð og undirstöður samfélagsins mynda grunninn í ritgerðinni. Því er áherslan á þau vandamál sem nútíma lýðræðissamfélag glímir við. Í ljósi kenninga þeirra Marx og Mill hyggst ég draga fram áherslur sem stuðlað geta að almannahag. Getum við fundið sökudólg eða sökudólga og kennt þeim um hvað aflaga hefur farið á síðustu áratugum? Í kenningum Marx og Mill eru grundvallaratriði samfélagsgerðarinnar það sem málið snýst um. Er hægt að finna hjá þessum heimspekingum ráð eða vangaveltur um vandamál sem hrjá samfélag tuttugustu og fyrstu aldarinnar? Hvernig getum við bætt lýðræðið? Skipulag samfélagsins er líka mikilvægt atriði í tengslum við almannahag. Skipulag og stjórnkerfi nítjándu aldarinnar er ekki eitthvað sem heillar nútímamanninn. Er hægt að finna samsvörun í gagnrýni Marx og Mill á yfirvöld og samfélagsgerð við þau vandamál sem nútíminn glímir við? Í ritgerðinni reyni ég að sýna fram á að svo sé. Auðmagninu virðist hafa vaxið ásmegin eftir því sem tíminn líður. Gagnrýni Mill á stjórnvöld síns tíma getur auðveldlega átt við í dag. Einstaklingur sem er mótaður eftir höfði yfirvalda, gengur væntanlega í takt við stjórnvöld. Þetta er ein megin gagnrýni Mill á stjórnvöld, hann óttast hjarðhegðun. En hvernig er skipulagi samfélags best stjórnað svo einstaklingurinn njóti sín? Er undirstaðan að heilbrigðu samfélagi fólgin í almannahag? Eða er almannahagur eitthvað sem erfiðara er að henda reiður á? Þessum spurningum verður eflaust ekki svarað í einu vetfangi. Þessi ritgerð dregur fram áherslur úr kenningum Marx og Mill sem vert er að hafa í huga við úrlausnir manna á vandamálum samtímans.

Samþykkt: 
  • 12.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokagerð..pdf950.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna