is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1651

Titill: 
  • Að gefa gæðastund : upplifun og reynsla sjálfboðaliða Rauða krossins af heimsóknavinaþjónustu á öldurnarstofnunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimsóknavinastarf Rauða krossins miðar að því að brjóta upp félagslega einangrun og er sú vinna meðal annars unnin á öldrunarstofnunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu heimsóknavina á vegum Rauða krossins sem veitt hafa félagslegan stuðning á öldrunarstofnunum. Hugmyndin að baki er hvort reynsla af sjálfboðastarfi gæti nýst verðandi hjúkrunarfræðingum við að þjálfa persónulega færni sína, ef starfinu yrði sinnt á meðan á námi stæði. Notast var við rannsóknaraðferð Vancouver- skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru fjórir einstaklingar á sextugs- og sjötugsaldri, þrjár konur og einn karlmaður, öll búsett á Akureyri. Tekið var eitt opið viðtal við hvert þeirra og að gagnagreiningu lokinni voru niðurstöður sannreyndar með þeim. Þátttakendur voru sammála um að sjálfboðastarfið væri mjög gefandi og var mikið þakklæti skynjað frá gestgjafanum, aðstandendum hans og starfsfólki stofnananna. Þeir skynjuðu einnig einmanaleika meðal íbúa öldrunarstofnana og allir töldu að þörf væri fyrir heimsóknavinaþjónustuna. Þátttakendunum fannst starfið vera lærdómsríkt þar sem það veitti innsýn í líðan gestgjafa, víkkaði sjóndeildarhringinn og var áminning um siðferðilega skyldu. Starfið gat gefið nýtt hlutverk og var einnig upplifað sem fastur punktur, bæði í lífi heimsóknavina og gestgjafa. Allir þátttakendur hvöttu til heimsóknavinastarfs. ,,Að gefa gæðastund” var yfirskrift rannsóknarinnar og var það haft eftir einum þátttakanda. Er það ályktun höfunda að rannsaka þurfi frekar gildi heimsóknavinastarfs þar sem það gæti haft notagildi fyrir hjúkrunarfræðinema ef það nær því markmiði að efla samskiptahæfni, innsæi og tilfinningalæsi. Um leið væri einmanaleiki innan öldrunarstofnana brotinn upp.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad gefa gaedastund.pdf1.55 MBOpinn"Að gefa gæðastund" - heildPDFSkoða/Opna