en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16513

Title: 
 • Title is in Icelandic Gjaldmiðlar á Íslandi fyrr og nú. Viðskiptahættir horfinna tíma og saga íslensku krónunnar
 • Media of Exchange in Iceland Past and Present
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Saga gjaldmiðla og peninga er samtvinnuð mannkynssögunni. Sögu myntar má rekja allt aftur til tíma Forn-Grikkja og forsögu peningaseðla er að finna í Kína á 10. öld e.Kr. Það gegnir öðru máli um gjaldmiðlasögu Íslands sem er ung eins og þjóðin sem byggir landið. Þrátt fyrir það er hún viðburðarík og tengist viðskiptasögu þjóðarinnar sterkum böndum. Gert er hér grein fyrir hvernig þetta tvennt tvinnast saman frá upphafi Íslandsbyggðar fram til þess tíma sem íslenska krónan varð okkar lögeyrir.
  Saga íslensku krónunnar er sögð, hvernig útgáfu hennar hefur verið háttað í tímans rás og hvernig upphaf bankastarfsemi og stofnun seðlabanka tengist þeirri útgáfu. Kynntar eru helstu peningastefnukenningar sem hafa verið ríkjandi frá 20. öld og nýjar hugmyndir í þeim efnum. Rakin er saga peningamála á líftíma íslensku krónunnar og gert grein fyrir breytingum frá einum tíma til annars.
  Í gjaldmiðlasögu okkar fellst mikill lærdómur sem við getum nýtt okkur til að meta núverandi gjaldmiðil. Í fyrsta lagi hefur íslenska krónan ekki þjónað vel þeim þremur grundvallarhlutverkum sem peningum er ætlað að þjóna. Hún hefur ekki staðið sig vel sem greiðslumiðill, mælieining og geymslumiðill. Notagildi hennar er einnig mjög takmarkað. Í öðru lagi hefur stjórnvöldum ekki farist stjórnun peningamála vel úr hendi. Þjóðin hefur ætíð búið við miklar hagsveiflur, ítrekaðar gengisfellingar, hátt vaxtastig, gengisfall íslensku krónunnar og viðvarandi verðbólgu. Saga þessi kennir okkur að það er fullreynt að nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil og að við eigum að hætta að reka eigin peningastefnu.

Accepted: 
 • Sep 16, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16513


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Berglind_Jóna_Jensdóttir_BS.pdf1.68 MBOpenHeildartextiPDFView/Open