is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16518

Titill: 
  • Hreyfiseðlar á Íslandi. Kostnaðarvirknigreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðastliðna áratugi hafa helstu dánarorsakir í heiminum þróast úr smitsjúkdómum barna í svokallaða lífsstílssjúkdóma fullorðinna. Árið 2008 mátti rekja 63% af þeim 57 milljón dauðsföllum, er urðu í heiminum, til lífsstílssjúkdóma. Kyrrseta er ásamt öðrum þáttum talin vera einn helsti orsakavaldur lífsstílssjúkdóma og geta heilsufarslegar afleiðingar kyrrsetu leitt til mikils samfélagslegs kostnaðar. Til að sporna gegn þessu vandamáli hefur fjöldi þjóða tekið upp á því að ávísa svokölluðum hreyfiseðlum. Hreyfiseðill byggir á því að læknir metur ástand skjólstæðings og skrifar upp á seðil sem er ávísun á hreyfingu. Slíkt getur verið gert í staðinn fyrir eða ásamt hefðbundinni meðferð. Þannig má nota hreyfingu sem meðferðarform, eða hluta af meðferð, við hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum.
    Markmið þessarar ritgerðar er að gera kostnaðarvirknigreiningu til að meta hvort þjóðhagslega hagkvæmt sé að innleiða hreyfiseðla á Íslandi. Til að leggja mat á samfélagslegan kostnað verður litið til kostnaðar vegna tilraunaverkefnis hreyfiseðla á Íslandi árin 2011 til 2012 ásamt fjárhagsáætlun tilraunaverkefnis sem var og er í framkvæmd á þeim tíma sem þessi ritgerð var skrifuð, eða frá árinu 2013 til 2014. Þá er einnig tekið tillit til fórnarkostnaðar tíma ásamt kostnaði lækna við að ávísa hreyfiseðlum. Til að mæla ábata innleiðingarinnar er notast við mælieininguna lífsgæðavegin lífár (QALY).
    Niðurstaða kostnaðarvirknigreiningarinnar er sú að kostnaður á hvert lífsgæðavegið lífár er 290.532 krónur. Kostnaður á hvern sjúkling er 83.425 krónur og gert er ráð fyrir að áunnin lífsgæðavegin lífár séu 0,287 núvirt. Niðurstöður benda þá til þess að þjóðhagslega hagkvæmt sé að innleiða hreyfiseðla á Íslandi, samanborið við þau viðmið sem NICE (National Institute for Health and Care Excellence), Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og sænska velferðarstjórnin (Socialstyrelsen) hafa gefið út.

Samþykkt: 
  • 17.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Jökulsdóttir_Hreyfiseðlar.pdf782.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna