is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1652

Titill: 
 • Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð hné : huglægt mat sjúklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um huglægt mat á líðan þeirra einstaklinga sem gengust undir gerviliðaaðgerð á hné með því markmiði að meta lífsgæði þeirra fyrir og eftir aðgerð.
  Tilgáta rannsakenda var að lífsgæði þeirra sem gangast undir gerviliðaaðgerð á hné aukist verulega, einkum hvað varðar verki og hreyfifærni.
  Þessi rannsókn var forprófun á spurningalistum vegna áframhaldandi rannsóknar Þorvaldar Ingvarssonar, Önnu Lilju Filipsdóttur og Jónasar Hvannberg sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri. Notast var við megindlegt rannsóknarsnið og gerð var afturvirk þýðisrannsókn á öllum þeim sem gengust undir gerviliðaaðgerð á hné á Sjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu 7. maí 2007 til 12. nóvember 2007. Þátttakendur fengu afhenta spurningalista þrisvar sinnum, fyrir aðgerð, að þremur mánuðum liðnum og að sex mánuðum liðnum frá aðgerð. Spurningalistinn var samsettur úr The Western Ontario MacMaster Universities Osteoarthritis Index (WOMAC) og SF-12 spurningalistunum auk lýðfræðilegra og almennra spurninga frá forsvarsmönnum rannsóknar.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast lífsgæði þátttakenda hafa verið verst fyrir aðgerð en tekið marktækum framförum þremur mánuðum eftir aðgerð. Marktækur munur var á svörum karla og kvenna þremur mánuðum eftir aðgerð bæði samkvæmt WOMAC og SF-12 sem sýndi að meðalstigafjöldi kvenna var almennt hærri en karla og bendir það til þess að konur upplifi minni lífsgæði en karlar. Þátttakendur tóku miklum framförum varðandi verki og óþægindi, hreyfigetu og virkni. Geta til sjálfsumönnunar og geta til þess að sinna venjubundnum störfum hafði einnig aukist talsvert þremur mánuðum eftir aðgerð. Gerviliðaaðgerðir virðast hafa einhver áhrif til þess að bæta sálrænt ástand þátttakenda.
  Tilgáta rannsakenda stóðst þar sem niðurstöður benda eindregið til þess að lífsgæði aukist verulega þremur mánuðum eftir gerviliðaðgerð en þörf er á endurbótum varðandi uppsetningu og innihald spurningalistans sem notaður var.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 11.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf42.32 kBOpinn"Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð á hné -huglægt mat sjúklinga" -efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Utdrattur.pdf47.19 kBOpinn"Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð á hné -huglægt mat sjúklinga" -útdrátturPDFSkoða/Opna
Heimildaskra.pdf93.85 kBOpinn"Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð á hné -huglægt mat sjúklinga" -heimildaskráPDFSkoða/Opna
Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð á hné.pdf18.15 MBLokaður"Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð á hné -huglægt mat sjúklinga" -heildPDF