Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16521
Ritgerð þessi varð til sem undirbúningur og úrlausn verkefnis fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Það fólst í námsefnisgerð um svokallað CarbFix tilraunaverkefni, sem ein lausn að loftslagsvandanum.
Upphaf ritgerðarinnar reyndist nokkurs konar undirbúningur fyrir námsefnisgerðina þar sem lýst er aðferðum og leiðum að umhverfismennt sem eflt getur nemendur til að þekkja og finna lausnir að umhverfismálum. Þar ber helst að nefna lýðræðislega nálgun að námi, hugtakið getu til aðgerða, menntun til sjálfbærni og grenndarnám. Mikilvægi skapandi og gagnrýnnar hugsunar er einnig teflt fram og dæmi tekin af umhverfislist.
Þá eru leiðir að námi ræddar út frá félagslegri hugsmíðahyggju, atferlismótun og agamótunarkerfum og áhugahvöt. Þar sem verkefnið felst í gerð námsefnis er einnig komið inn á námsefnisþróun, sér í lagi nýjar tegundir námsgagna sem tengjast tækni og sköpun.
Loks ber að nefna framkvæmd verkefnisins sem fólst í 10 vikna fullu starfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur við gerð gagnvirks námsefnis handa 10- 12 ára börnum. Námsefnið fólst í vefsíðu, myndböndum og tölvuleik sem útskýrir loftslagsvanda vegna aukins koltvíoxíðsmagns í andrúmsloftinu og kynnir CarbFix verkefnið sem eina lausn vandans. Auk þess eru fleiri leiðir kynntar, sem forvarnir og lausnir. Farið er yfir þróun og framkvæmd námsefnigerðarinnar í ljósi þeirra kenninga og nálgunar sem talað er um í byrjun, hvernig til tókst og hver ávinningurinn af því er.
The thesis serves as a theoretical and pedagogical support to a project initiated on behalf of Reykjavik Energy. The author was part of a team responsible for developing interactive educational material on the CarbFix project aimed at children ages 10 to 12. The student material is in the form af a website that includes videos, student assignment and a computer game that together explain the climate change caused by increased amount of carbon dioxide in the atmosphere and the CarbFix project as one possible solution to that challenge. The material needed to be flexible, taking into consideration the influences of nature and on nature, environment, creativity and modern technology. The emphasis is on democracy where the student's voice is audible and critical thinking and social responsibility is prominent. Theories and development of curriculum in fields of technology, knowledge and ways of study are explored, with emphasis on concepts such as action competence, sustainability and place- and community-based education. Environmental art is also considered an important component of this approach as well as cultivating environmental awareness.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Heiða - CarbFix Final.pdf | 1.61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |