en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16522

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif feðra á vaxtargetu lamba
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Vaxtargeta lamba er mjög flókinn eiginleiki sem markast af bæði erfða- og umhverfisþáttum.
  Til erfðaþáttanna teljast mjólkulagni og móðureiginleikar ásamt vaxtargetu einstaklingsins sjálfs en umhverfisþættirnir takmarkast aðallega við fóðrun og beit móður og lambs ásamt heilsufari lambsins. Í ræktunarstarfinu er sífellt verið að taka tillit til fleiri eiginleika og vaxtargeta lamba er einn af þeim eiginleikum sem hefur fengið aukna athygli síðustu ár.
  Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi vetrar- og sumarbeitar ef horft er á vöxt, vefjahlutföll, fallþunga auk fleiri eiginleika sauðfjárins. Flestar þær tilraunir hafa einblínt á áhrif móður ásamt umhverfisþáttunum. Lítið hefur verið horft á áhrif föður í þessu samhengi.
  Í þeirri tilraun sem gerð var á Presthólum í Öxarfirði sumarið 2008 var lögð áhersla á áhrif föður á vaxtargetu lamba. Í ljós kom að föðuráhrif eru meiri við fæðingarþunga heldur en síðari vigtanir. Bændur ættu að geta séð hvaða lömb taka snemma við sér og verða þung að haustinu með því að vigta lömbin fyrripart júnímánaðar. Þau lömb sem þá eru orðin þung verða það að öllum líkindum líka að haustinu.
  Mikill breytileiki er á milli hrúta þar sem greinilegt er að sumir lambahópar geta nýtt sér afréttarbeit að fullu og vaxa þar best en aðrir hópar nýta hana illa, koma léttir af fjalli og þurfa
  bötun að hausti til að fullnýta vaxtargetu sína. Sumir hrútar henta því til kynbóta sem sláturhrútar, gefa lömb sem sýna gríðarlegan uppbótarvöxt í haustbötuninni og ná mikilli þyngdaraukningu en eru jafnframt þurftarfrek. Aðrir hrútar gefa lömb sem henta betur til kynbóta í stofninum, lömbin þroskamikil og væn eftir afréttarbeit.

Accepted: 
 • Sep 17, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16522


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2009_BS_Lara_Bjork_Sigurdardottir.pdf221.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open