en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16524

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvernig þróaðist byggð í Borgarnesi?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Borgarnes er ákaflega þýðingarmikill bær og hefur skipt miklu máli í sögu þjóðarinnar.
  Við landnám kom nesið mikið við sögu og var þá nefnt Digranes. Síðastliðin ár hefur
  bærinn verið mikilvægur verslunarstaður og samgöngumiðstöð, bæði fyrir siglingar og
  síðustu ár hefur þjóðvegurinn legið þar í gegn. Þá var Borgarnes eitt fyrsta þéttbýlið hér
  á landi til að fá skipulag og skipulagsuppdrátt.
  Bærinn er um margt athyglisverður landslagslega séð. Hann byggist upp á mjóu og
  vogskornu nesi sem hefur í raun heftað og stjórnað legu bæjarins. Þó hefur verið reynt
  að bæta við byggingarland með uppfyllingum sem breytt hafa landslaginu. Nesið er
  ákaflega mishæðótt og klettótt sem gefur bæjarstæðinu sérstakt yfirbragð. Í raun má
  segja að bærinn njóti bæði góðs og ills af náttúrunni í kring.
  Markmið þessa verkefnis er að finna út hvernig byggðin hefur þróast í gegnum tíðina, hvert upphafið var og hvernig bærinn byggðist upp.
  Farið er yfir söguna, hvenær var byrjað að búa í Borgarnesi og af hverju, hvernig byggðin jókst og hvert hún stefnir. Ennfremur er komið inn á hverjar samgöngur bæjarins eru í dag og hverjar þær muni verða.
  Þá var einnig farið er yfir helstu strauma og stefnur í skipulagi bæjarins, byggðin greind og flokkuð á ýmsan hátt, meðal annars í kortum og í einföldum útskýringartöflum.
  Niðurstöður sýna að nokkur atriði höfðu áhrif á byggðina. Þar má nefna að verslun og samgöngur stuðluðu að stækkun þessa þéttbýlis en landslagið setti nokkur höft á stærð og lögun byggðarinnar. Bærinn er byggður á litlu nesi sem mótar og heftir bæinn. Þó má segja að byggðin hafi einnig haft áhrif á nesið sjálft og jafnvel mótað það því uppfyllingar hafa verið settar á ýmsum stöðum. Byggðin teygir sig upp eftir nesinu, áfram norðureftir og myndar því einskonar línu. Vegna legu og lögunar bæjarins er oft og tíðum erfitt að komast leiðar sinnar nema notast við bíla. Vegalengdin frá bryggjunni í Brákarey og að Sólbakka 1 er 3,9 km og má því segja að bærinn sé mikill bílabær.
  Byggðin fylgir þjóðveginum en á áætlun er að færa hann út fyrir byggðina og þá er spurning hvernig bærinn muni þróast eftir það.

Accepted: 
 • Sep 17, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16524


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2008_BS_Rosa_Hlin_Hlynsdottir.pdf6.45 MBOpenHeildartextiPDFView/Open