is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16525

Titill: 
 • Á slóðum borgarferðamannsins. Greining á landnotkun, umhverfi og stefnumótun ferðamennsku í Reykjavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skipulag borga þarf að taka til fleiri þátta en gatna, lóða, veitna og húsa. Borgir hafa almennt þurft að taka að sér fleiri hlutverk en áður. Borgir sem byggðu afkomu sína nánast eingöngu á
  iðnaði áður fyrr þurfa í dag að virka á marga vegu í alþjóðlegu umhverfi. Iðnaður hefur vikið fyrir ýmis konar þjónustu í borgum Vesturlanda og með breyttri samfélagsgerð og meiri
  frítíma hefur ferðalögum fólks um heiminn fjölgað mikið á síðustu áratugum. Tilhneiging virðist vera til styttri ferða og fleiri yfir árið og á þetta sérstaklega við Vesturlönd. Einn angi
  þessarar þróunar er það sem kallað hefur verið borgarferðamennska. Í þessari ritgerð er litið á borgarferðamennsku út frá sjónarhóli borgarskipulags. Gerð er fjölþætt greining á landnotkun,
  umhverfi og stefnumótun borgarferðamennsku í höfuðborg Íslands, Reykjavík. Greiningin byggir á yfirgripsmiklu fræðilegu yfirliti um hvernig borgarferðamennska snertir skipulag.
  Ræddar eru fyrri rannsóknir fræðimanna á borgarferðamennsku, skipulagi ferðmennsku og landnotkun hennar í borg. Þessar rannsóknir eru tengdar þróun borga í gegnum hugtakið
  jaðarbelti. Hugmyndir fræðimanna um skynjun gangandi vegfarenda á borgarumhverfinu eru jafnframt útlistaðar og mótaður greiningarrammi sem beitt er við könnun á landnotkun og
  umhverfi ferðamennsku í Reykjavík. Í ritgerðinni er dregin sú ályktun að í kringum miðborgina finnist svæði á jaðarbeltum borgarinnar þar sem ferðamennska er ekki hátt skrifuð á forgangslista borgaryfirvalda og borgarumhverfið þar sé illa í stakk búið til þess að taka á móti ferðamönnum. Færðar eru fram tillögur er miða að því að bæta umhverfi ferðamanna innan þessa svæðis og jafnframt aðgengi um svæðið að miðborg Reykjavíkur. Í tillögunum felast hönnunarhugmyndir fyrir borgarumhverfið á jaðri miðborgar, hugmyndir að endurbótum á tilteknum þáttum Aðalskipulags Reykjavíkur og að lokum sértækari hönnunarlausnir fyrir valda staði.

Samþykkt: 
 • 17.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2008_MS_Sverrir_Orvar_Sverrisson.pdf14.91 MBLokaðurHeildartextiPDF