en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16526

Title: 
 • Title is in Icelandic Man sauður hvar gekk lamb? Félagshegðun venjulegs fjár og forystufjár. Móðuratferli, tengslamyndun og samheldni í sumarhögum.
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Móðuratferli og tengslamyndun móður og lamba hafa lítið verið rannsökuð á
  Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka þessa tvo þætti, ásamt því að
  kanna hvort langtímatengsl væru til staðar. Bornir voru saman hópar af
  venjulegum ám og forystuám. Rannsóknin var gerð á tveimur bæjum á
  Ströndum, í Húsavík þar sem var hópur af venjulegum ám og á Innra Ósi, þar
  sem bæði var hópur af venjulegum ám og forystuám.
  Sauðburður var myndaður og burðaratferli ásamt atferli lambanna skoðað. Þegar
  lömbin voru vikugömul var kannað hversu sterk tengsl væru milli lamba og
  móður í þrautabraut. Fylgst var með ánum fyrsta sólarhringinn eftir að þær komu
  út og kannað hversu vel ærnar héldu lömbunum hjá sér. Að lokum var fylgst
  með ánum á frjálsri sumarbeit og þá sérstaklega kannað hvort skyldar ær héldu
  sig á svipuðum slóðum á beitinni.
  Helstu niðurstöður voru þær, að ekki var munur á milli hópa á körun lamba eða
  öðru burðaratferli, en burðaratferli íslenskar áa virðist svipa til burðaratferlis hjá
  Svarthöfðafé í Skotlandi (Scottish Blackface). Í þrautabrautinni kom fram að
  forystuærnar virtust tengdari lömbum sínum heldur en venjulegar ær og þær
  voru fljótari að finna lömbin. Fyrsta sólarhringinn úti voru það aftur á móti
  Húsavíkurærnar sem héldu lömbunum næst sér. Sumarbeitarsvæða ánna voru
  misstór. Húsavíkurærnar dreifðust á um 1200 ha en á Innra Ósi um 850 ha.
  Ættarhópar í Húsavík héldu að mestu saman á beit en meiri dreifing var á
  ættarhópum á Innra Ósi. Reiknuð stærð heimasvæða ánna var frá 100-1.950 ha.
  Mikilvægt er að kanna frekar burðaratferli íslenskra áa og þann einstaklingsmun
  sem þar virðist vera vegna mikilvægis þess fyrir lífslíkur lambanna jafnframt því
  að kanna nánar áhrifaþætti dreifingar sauðfjár í sumarhögum, hvort ættrækni,
  tengsl við landið eða gæði beitilands ráði þar mestu, vegna mikilvægis þess fyrir
  nýtingu sumarhaganna.

Accepted: 
 • Sep 17, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16526


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2008_MS_Hafdis_Sturlaugsdottir.pdf2.72 MBOpenHeildartextiPDFView/Open