en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1653

Title: 
  • Title is in Icelandic Að lifa með psoriasis er að lifa með einkennum sjúkdómsins : líkamleg, andleg og félagsleg líðan einstaklinga með psoriasis
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líkamlega, andlega og félagslega líðan einstaklinga með psoriasis. Einnig að kanna hvort munur væri á milli kynja hvernig einstaklingar takast á við psoriasis og hvaða úrræðum þeir beittu í meðferð sinni við sjúkdómnum. Psoriasis er húðsjúkdómur sem hefur áhrif á húð og liði. Klínísk einkenni samanstanda af blóðrauðum blettum sem eru þaktir gráhvítu hreystri sem koma ítrekað aftur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að psoriasis er sjúkdómur sem er þekktur fyrir að vera tengdur álagi. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, byggð á hugmyndum Vancouver-skólans í fyrirbærafræði, við öflun og úrvinnslu gagna. Þátttakendur voru fjórir, tvær konur og tveir karlar, á aldrinum
    26-53 ára sem höfðu haft psoriasis í meira en eitt ár. Tekin voru viðtöl við hvern þátttakenda á dag- og göngudeild lyflækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við úrvinnslu gagna var greiningarlíkan sett fram sem samanstóð af fjórum aðalþemum og níu undirþemum. Aðalþemun eru: sýnileg einkenni, breyting á andlegri líðan, félagsleg samskipti og að lifa með psoriasis.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sýnileg líkamleg einkenni voru mismikil og fundu þátttakendur fyrir meiri andlegri vanlíðan eftir því sem einkennin voru verri hverju sinni. Psoriasis hafði áhrif á fataval þátttakenda og að þeir reyndu að klæða einkennin af sér. Misjafnt var hvaða meðferð virkaði best fyrir hvern og einn. Fá meðferðarúrræði eru í boði fyrir einstaklinga með psoriasis á Akureyri og enginn húðsjúkdómalæknir er starfandi á svæðinu fyrir utan einn húðsjúkdómalækni sem kemur einu sinni í mánuði. Enginn munur var á milli kynja hvernig þátttakendur tókust á við psoriasis. Rannsakendur draga þá ályktun að nauðsynlegt sé að auka meðferðarúrræði utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem of fá úrræði eru í boði á landsbyggðinni og misjafnt er á milli einstaklinga hvaða úrræði henta best hverjum og einum

Accepted: 
  • Jul 11, 2008
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1653


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Að lifa með psoriasis er að lifa með einkennum sjúkdómsins.pdf11.18 MBOpen"Að lifa með psoriasis er að lifa með einkennum sjúkdómsins"-heildPDFView/Open