is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16532

Titill: 
  • Hagræn áhrif Iceland Airwaves 2012. Margföldunaráhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrsta Iceland Airwaves hátíðin var haldin árið 1999 í flugskýli Icelandair í Vatnsmýrinni. Síðan þá hefur hátíðin vaxið jafnt og þétt og er nú haldin á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur. Hátíðin hefur sitt sérkenni á meðal tónlistarhátíða víða um heim en Rolling Stone tímaritið kallaði Iceland Airwaves; „the hippiest long weekend on the annual music-festval calendar.“
    Eitt helsta einkenni þessarar hátíðar er að þeir listamenn sem koma þar fram eru margir hverjir á barmi heimsfrægðar, og tilheyra margir hverjir ákveðinni jaðartónlistarstefnu. Sem dæmi um listamenn sem hafa náð heimsfrægð eru Florence and the Machine, Flaming Lips, Bloc Party og Fatboy Slim svo einhverjir séu nefndir. Íslenskir listamenn fá þarna tækifæri til að koma sér á framfæri enda fylgir þessari hátíð fjöldinn allur af blaðamönnum, umboðsmönnum og útgefendum. Listamenn eins og Sigur Rós, Gus Gus, Seabear, FM Belfast og Singapore Sling hafa öll troðið upp á þessari hátíð. Björk hefur einnig komið þarna fram og ekki má gleyma nýjasta óskabarni þjóðarinnar, Of Monsters and Men.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort samfélagslegur ábati hljótist af þessari hátíð. Einnig vill höfundur finna tekjumargfaldarann af erlendum gjaldeyri tónlistagesta. Leynt og ljóst vill höfundur ennfremur varpa ljósi á að margbreytilegur atvinnuvegur í íslenska hagkerfinu er samfélaginu til góða til lengri tíma litið. Notar höfundur nokkra aðra stórviðburði til samanburðar við Iceland Airwaves, eins og Hróarskeldu og Reading tónlistarhátíðarnar, heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og Ólympíuleikana í London. Það skiptir nefnilega miklu máli hvernig svona stórviðburðir hafa áhrif á hagkerfið bæði til skamms tíma og ekki síður til langs tíma. Mikilvægt er að stórir fjármagnsstofnar séu með tryggt tekjuflæði eftir byggingu þeirra, en um þetta hefur verið rætt eftir byggingu gríðarstórra leikvanga í tengslum við HM og/eða EM í knattspyrnu.
    Það eru tvær megin aðferðir til að gera kostnaðar-og ábatagreiningu. Ex ante er venjuleg greining sem er beitt áður en farið er í verkefni . Gefur einskonar spágildi um útkomu greiningar. Ex post er meira notuð og byggir á sögulegum gögnum sem greiningin byggir á. Gefur þá nákvæma útkomu um kostnað og ábata af verkefninu. Höfundur styðst einungis við ex post aðferðina enda eru öll fyrirliggjandi gögn til staðar. Hins vegar er hægt að styðjast við ex post aðferðina til að framkvæma ex ante aðferðina. Til viðbótar er um að ræða níu skref til framkvæmdar á kostnaðar-og ábatagreiningu. Þessi skref eru þó mis viðamikil eftir því hvert verkefnið er (Boarman, A.E., Greenberg, D. H., Vining, A.R., & Weimer, D.L, 2001).
    Niðurstaða kostnaðar-og ábatagreiningar með fyrirfram gefnum forsendum um neytendaábata, þar sem greiðsluviljinn er 12% fyrir ofan jafnvægisverð og miðað við verðteygni upp á 1,5 á flugi og miða að þá er nettó ábati upp á 970.613.475 kr.
    Niðurstaða margföldunaráhrifa af hátíðinni tók mið af mismunandi jaðarneysluhneigð. Höfundur ákvað að skoða margföldunaráhrif þegar jaðarneysluhneigðin væri á bilinu 0,8 - 0,9. Miðað við jaðarneysluhneigð upp á 0,8 þá var stærðin á margfaldaranum 1,65. Sé miðað við jaðarneysluhneigð upp á 0,9 þá var stærðin á margfaldaranum 1,83.
    Ein helsta ástæðan fyrir vali á þessu verkefni er að þarna fær höfundur að sameina nám sitt og þekkingu í hagfræði við eitt af hans helsta áhugamáli sem er tónlist. Ekki skemmir fyrir að þessi hátíð hefur fengið verðskuldaða athygli í samfélaginu fyrir eitthvað jákvætt í okkar hagkerfi eftir hrun bankanna 2008. Lengi hefur verið talað um að ferðamannaiðnaðurinn þurfi að skila okkur tekjum af erlendum ferðamönnum í meiri mæli en þykir í dag. Því má segja að þessi hátíð hafi svarað því kalli enda voru tekjur af erlendum ferðamönnum á þessari hátíð yfir einn milljarður króna. Það munar um minna enda var eftir því tekið í Seðlabankanum þegar þeir skoðuðu hagtölur fyrir nóvember 2012.

Samþykkt: 
  • 18.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil á BA verkefni.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna