is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16539

Titill: 
  • Gosdrykkjamarkaðir: Breytingar á neysluhegðun í kjölfar efnahagshruns
  • Titill er á ensku Carbonates-market: Changes in consumer behavior after the financial crisis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið lokaverkefnisins var að kanna hvaða áhrif efnahagshrunið á hafði á gosdrykkjamarkaðinn á Íslandi. Áhrif efnahagshrunsins á íslenska gosdrykkjamarkaðinn voru borin saman við fjóra aðra evrópska markaði og kannað hvort líkindi væru á milli neysluhegðunar evrópsku markaðanna og íslenska markaðarins. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að efnahagshrunið hafði tvenns konar áhrif. Skemmri tíma áhrif á neysluhegðun innan gosdrykkjamarkaðsins og lengri tíma áhrif þar sem neyslan er almennt að dragast saman á mörkuðum. Greiningin byggir annars vegar á veittum upplýsingum um gosdrykkjamarkaðinn á Íslandi og hins vegar á skýrslum Euromonitor International um greiningu á gosdrykkjamörkuðum og vatnsdrykkjamörkuðum Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Englands.
    Breytingin á mörkuðunum til skemmri tíma var tilfærsla milli flokka gosdrykkja en ekki mátti greina mikinn samdrátt í kjölfar efnahagshrunsins. Lengri tíma áhrif efnahagshrunsins eru samdráttur á flestum mörkuðunum. Greiningaraðilar Euromonitor International eru þó bjartsýnir um að flestir markaðirnir munu vaxa á komandi árum en íslenskir aðilar hallast að frekari samdrætti.
    Þekktustu vörumerki heims í gosdrykkjaiðnaði, Coca-Cola og Pepsi spila stóran þátt í seldu magni og því var einnig farið yfir mikilvægi sterkra vörumerkja og jákvæðra áhrifa sem eigendur þeirra njóta. Sterk vörumerki leiða jafnan til stórrar hlutdeildar af seldu magni á markaði og það gætir meira umburðarlyndis gagnvart verðhækkunum og öðrum breytingum.

Samþykkt: 
  • 18.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leó_Rúnar_Alexandersson_BS.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna