is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1654

Titill: 
  • Áhrif endurhæfingar á heilsutengd lífsgæði einstaklinga með langvinna verki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni var að skoða árangur endurhæfingar hjá einstaklingum með langvinna verki m.t.t heilsutengdra lífsgæða og hvernig sá árangur hefur haldist einu ári eftir að endurhæfingu lýkur. Rannsóknarspurningarnar okkar eru: Hvernig meta einstaklingar lífsgæði sín fyrir, eftir sex vikna endurhæfingu og einu ári eftir að endurhæfingu lýkur? Og: hver eru áhrif endurhæfingar á heilsutengd lífsgæði einstaklinga sem þiggja endurhæfingu á endurhæfingarsviðið FSA á Kristnesi? Heilsutengdum lífsgæðum er lýst sem áhrifum heilsu á getu einstaklinga til virkni í lífinu og sýn hans á heilbrigði á líkamlegum, andlegum og félagslegum sviðum lífsins. Þátttakendur eru 12 fullorðnir einstaklingar sem fóru í endurhæfingu á Endurhæfingardeild FSA á Kristnesi og voru útskrifaðir ári áður en rannsókn lauk. Gögn sem notuð voru koma frá Endurhæfingarsviði FSA í Kistnesi, niðurstöður staðlaðra spurningalista, heilsutengd lífsgæði (HL) sem safnað var á Kristnesi, unnir uppúr Short Form Health Survey (SF-36), og aðlagaðir að íslenskum aðstæðum. Í rannsókninni var notuð megindleg aðferð en sú aðferð byggist á tölum. Úrvinnslan megindlegra rannsókna miðast við að fá svör við þeim tilgátum eða rannsóknarspurningum sem settar eru fram.Við greiningu var notast við tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) foritið og EXCEL við framsetningu gagna og gröf. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði (descriptive statistics). Niðurstöður benda til þess að heilsutengd lífsgæði þeirra sem fara í þverfaglega endurhæfingu aukast. Einnig kemur i ljós að kröfur einstaklinga til lífsgæða eru misjafnar og því erfitt að finna algildan mælikvarða. Rannsóknir eins og þessi hafa í vaxandi mæli verið notaðar til að meta gagn og gæði heilbrigðisþjónustunnar og því nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360 loka.pdf2.72 MBOpinnÁhrif endurhæfingar á heilsutengd lífsgæði einstaklinga með langvinna verki - heildaryfirlitPDFSkoða/Opna