is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16547

Titill: 
  • Vöruþróun á fjarskiptamarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stöðug þróun á nýjum vörum er grundvöllur þess að þjónustufyrirtæki haldi samkeppnisforskoti á markaði þar sem samkeppni er mikil. Í verkefninu var greint frá helstu hugtökum vöruþróunar auk þess sem þjónustuhugtakinu voru gerð skil. Vöruþróunarferlið „Áfanga- og gáttaferli“ var kynnt og farið í gegnum helstu áherslur hvers áfanga fyrir sig. Greint var frá niðurstöðum erlendra rannsókna sem varpa ljósi á hvaða þættir vöruþróunar eru taldir hafa áhrif á það hvort nýjar vörur nái góðum eða slökum árangri á markaði.
    Markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að rannsaka ferli vöruþróunar hjá fjarskiptafyrirtækjum Vodafone Global og í öðru lagi að rýna ákveðna hugmynd að tiltekinni þjónustu fyrir fjarskiptafyrirtækið Vodafone á Íslandi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi viðtala og tölvupóstsamskipta við sérfræðinga sem tengjast annarsvegar vöruþróunarferli Vodafone Global og Vodafone á Íslandi og hinsvegar sérfræðinga sem tengjast þjónustunni sem var rýnd. Niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að Vodafone Global og mörg fyrirtæki í eigu eða í samstarfi við samsteypuna notast við vöruþróunarferli sem svipar til þriðju kynslóðar áfanga og gáttaferlis. Í verkefninu var hugmynd að nýrri vöru fylgt í gegnum fyrsta áfanga vöruþróunarferlis Vodafone og verkefnistillaga mótuð. Tillagan nýtist stjórnendum Vodafone til að taka ákvörðun um hvort frekari auðlindum verði veitt í verkefnið og því þar með hleypt áfram í næsta áfanga.

Athugasemdir: 
  • Aðgangur lokaður í tvö ár með leyfi viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 19.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-PDF.pdf940,72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna