is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16548

Titill: 
 • Þróunaraðstoð og hagvöxtur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru tengsl þróunaraðstoðar og hagvaxtar skoðaðar. Margar
  rannsóknir hafa verið gerðar á þessum tengslum seinustu áratugi og ekki hefur enn tekist að sýna fram á jákvætt samband milli þróunaraðstoðar og hagvaxtar. Kannaðar eru forsendur þess af hverju talið er að fátæk ríki þurfi þróunaraðstoð til að auka hagvöxt og komist að því þær standast ekki. Einnig er athugað hvort þróunaraðstoð sé veitt og þegin í þeim tilgangi að stuðla að hagvexti. Margt bendir til þess að aðrar ástæður liggi að baki þróunaraðstoðar en að stuðla að hagvexti, minnka fátækt og auka lífsgæði fólks, bæði hjá gefendum og þiggjendum. Oft nýtist þróunaraðstoð illa vegna spillingar eða hún er notuð í neyslu en ekki til uppbyggingar á hagkerfi þróunarlanda og virðist pólitík og vinasambönd hafa meiri áhrif á það hverjir fá þróunaraðstoð heldur staða þróunarlandsins.
  Þó svo að ekki finnist jákvæð tengsl milli þróunaraðstoðar og hagvaxtar hefur hún samt skilað sér að nokkru leyti í heilbrigðisgeiranum og menntakerfinu. Tekist hefur að draga úr barnadauða, minnka útbreiðslu hættulegra sjúkdóma sem herja mörg þróunarlönd eins og t.d. malaríu og eyðni, auka menntun fólks í þróunarlöndum, bæta aðgengi að hreinu vatni og lífslíkur fólks í þróunarlöndum hafa hækkað.
  Ef þróunaraðstoð á að verða skilvirkari í framtíðinni þarf að gæta þess að henni sé beint til þess að auka verðmætasköpun móttökulands þróunaraðstoðar. Ef stuðla á að langvarandi aukningu hagvaxtar þarf að auka framleiðni vinnuafls og það gerist með því að bæta menntunar- og tæknistig viðkomandi lands.

Samþykkt: 
 • 19.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróunaraðstoð og hagvöxtur.pdf765.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna