is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1655

Titill: 
  • Þjónusta iðjuþjálfa við grunnskólanemendur með vanda af sálfélagslegum toga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun og fjallar um þjónustu iðjuþjálfa við börn með vanda af sálfélagslegum toga. Tilgangur þess er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig er komið er til móts við nemendur með vanda af sálfélagslegum toga í skólakerfinu? Og á hvern hátt geta iðjuþjálfar þjónustað grunnskólanemendur með vanda af sálfélagslegum toga í skólakerfinu? Undanfarin ár hefur stefnan um skóla án aðgreiningar mótað grunnskólastarf. Jafnframt hafa kannanir sýnt vaxandi erfiðleika við kennslu barna með vanda af sálfélagslegum toga, m.a. vegna skorts á úrræðum í skólakerfinu. Bent hefur verið á þörf fyrir að styrkja nærumhverfi barnanna, t.d. með tilkomu fleiri fagstétta inni í grunnskólann. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að samspili einstaklinga, iðju og umhverfisins. Þeir nota ýmis faglíkön og hugmyndafræði í starfi, en í þessu verkefni gegnir líkanið um iðju mannsins aðalhlutverki. Gerð er grein fyrir því hvernig iðjuþjálfi getur starfað með nemendum með sálfélagsleg vandamál og kennurum þeirra. Í nýsköpuninni er gert ráð fyrir að iðjuþjálfinn starfi innan veggja skólans þar sem það gefur greiðan aðgang að nemendum og starfsfólki skólans. Nýsköpunin er tíu tíma félagsfærninámskeið og er hluti af almennri lífsleiknikennslu. Hver tími hefur ákveðið þema og markmið. Verkefnin eru fjölbreytt og í lok hvers tíma fara fram umræður. Til að afmarka einstök viðfangsefni námskeiðsins er miðað við að þátttakendur stundi nám í 6. og 7. bekk grunnskólans. Námskeiðið er metið með því að leggja matstækið Mat barns á eigin iðju (COSA) fyrir nemendur í upphafi og við lok námskeiðs. Auk þess svara nemendur nokkrum skriflegum spurningum og leggja mat á sína upplifun af námskeiðinu.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta iðjuþjálfa við grunnskólanemendur með vanda af sálfélagslegum toga.pdf2.59 MBOpinn"Þjónusta iðjuþjálfa við grunnskólanemendur með vanda af sálfélagslegum toga" - heildPDFSkoða/Opna