is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16556

Titill: 
 • Umsvif ríkisins á Vesturlandi: Hlutdeild Vesturlands í tekjum og útgjöldum ríkissjóðs
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessa verkefnis er umsvif ríkisins á Vesturlandi. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hve stór hluti útgjalda ríkissjóðs renna í skaut Vesturlands og hvaða tekjur koma á móti af svæðinu í formi skatta og annarra gjalda.
  Í byrjun eru kynnt til sögunnar hugmyndir og kenningar um hagkvæmni þéttbýlismyndunar og hvaða ástæður liggja að baki staðsetningu ríkisstofnana. Þá verður hagkerfi Vesturlands reifað og metinn svæðisbundinn keynesískur margfaldari fyrir svæðið sem reyndist vera 1,69 miðað þær forsendur er gefnar eru hér.
  Við mat á útgjöldum ríkisins til Vesturlands var stuðst við ríkisreikning ársins 2011 og útgjöld hvers ráðuneytis um sig skoðuð. Í ljós kom að hlutdeild Vesturlands var mest vegna útgjalda til menntamála, innanríkismála og ýmissa atvinnu- og umhverfismála. Hlutdeild Vesturlands var hins vegar hlutfallslega lítil í þeim ráðuneytum sem hvað mest þjónusta á landsvísu og ekki er hægt að ætla einum landshluta umfram annan eins og t.a.m. í forsætisráðuneytinu. Útgjöld ríkissjóðs til Vesturlands reyndust ögn hærri en hlutfall mannfjölda svæðisins. Skatttekjur ríkissjóðs af Vesturlandi reyndust lægri en útgjöld til svæðisins. Má því draga þá ályktun að ekki sé hallað á Vesturland í skiptinu útgjalda ríkissjóðs sé miðað út frá mannfjölda eða út frá því hvað landsvæði skila í ríkiskassann í formi skatttekna. Hins vegar verður að hafa í huga aðrar tekjur sem landsvæði skila í þjóðarbúið t.a.m. útflutningstekjur sem ekki eru hafðar með í greiningunni.
  Gagnaskortur mikill hafði áhrif á niðurstöður greiningarinnar og ljóst að ekki er fylgst með nákvæmum hætti hvert á land ríkisútgjöld leita. Hér þurfti því margsinnis að styðjast við önnur gögn er tiltæk voru þegar ekki lágu fyrir upplýsingar um staðsetningu ákveðinna útgjaldaliða og gera má því ráð fyrir bjögunaráhrifum á niðurstöður vegna þessa.

Samþykkt: 
 • 20.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð loka.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna