is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1656

Titill: 
  • Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar fyrir íslensku útgáfuna af Activities-specific Balance Confidence (ABC) kvarðanum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Lítið er vitað um umfang byltubeygs hér á landi sem má m.a. rekja til skorts á matstækjum á þessu sviði. Nú hefur verið tekið skref í átt til úrbóta með þýðingu og stöðlun Activities-specific Balance Confidence Scale sem kallast ABC-kvarðinn á íslensku. ABC er 16 atriða sjálfsmatskvarði þar sem einstaklingar meta hversu öruggir þeir eru um að halda jafnvægi í athöfnum daglegs lífs og forðast byltur. Próffræðilegir eiginleikar þessarar íslensku útgáfu hafa ekki verið skoðaðir. Tilgangur: Að kanna áreiðanleika endurtekinnar prófunar á ABC-kvarðanum. Aðferð: Þátttakendur voru 19 talsins, karlar og konur, á aldrinum 69-86 ára (76 ± 5,5). ABC-kvarðinn var lagður fyrir þátttakendur tvisvar með u.þ.b. 6-13 (7,4 ± 2,3) daga millibili. Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar var skoðaður út frá fylgnistuðli Pearsons (r) og innanflokks fylgnistuðli (ICC) fyrir hvert atriði og heildarstig ABC-kvarðans með 95% öryggisbili. Niðurstöður: Marktæk línuleg fylgni var á milli heildarstiga fyrri og seinni fyrirlagnar ABC kvarðans með r = 0,92 (p < 0,0001). Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar fyrir heildarstig á ABC-kvarðanum var hár eða ICC = 0,85 (95% öryggisbil = 0,66-0,94). Áreiðanleiki einstakra atriða var á bilinu ICC = 0,28 fyrir öryggi við að teygja sig eftir lítilli niðursuðudós á hillu í augnhæð og upp í ICC = 0,91 fyrir öryggi við að ganga þvert yfir bílastæði í áttina að verslunarmiðstöð eða búð. Ályktun: Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar fyrir ABC-kvarðann er góður sem gefur til kynna að hann geti nýst til að nema breytingar á sjálfsöryggi milli tveggja mælinga. Upplýsingar sem byggja á ABC geta bætt greiningu á byltubeyg og auðveldað skipulagningu íhlutunar sem í framhaldi getur orðið markvissari.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
341fa.pdf841.78 kBOpinn"Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar fyrir íslensku útgáfuna af Activities-specific Balance Confidence (ABC) kvarðanum"-heildPDFSkoða/Opna