is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16565

Titill: 
 • Viðhorf Íslendinga til afbrota: Stöðugleiki, breytingar, siðfár?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Mælingar á viðhorfum almennings til afbrota eru mikilvægar til að greina upplifun og skynjun almennings. Sérstaklega áhugavert er að skoða breytingar á viðhorfum milli ára með tilliti til þess hvaða brotaflokkur þyki almennt alvarlegastur. Rannsóknir sýna að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á viðhorf almennings til afbrota. Ýmsar kenningar hafa komið fram um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar. Ein þeirra er hugmyndin um siðfár (e. moral panic). Fjölmiðlar séu vettvangur hagsmunahópa og almennings sem taki fyrir tiltekna frávikshegðun sem veldur siðrænum usla í samfélaginu. Viðbrögðin verði ýkt og í litlu samhengi við raunverulega hættu af frávikshegðuninni sjálfri.
  Verkefnið byggir annars vegar á fimm mælingum á viðhorfum Íslendinga og reynslu þeirra af afbrotum. Helgi Gunnlaugsson hefur staðið fyrir mælingunum í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands frá árinu 1989 til 2013. Hins vegar er byggt á greiningu á fréttum um þá tvo brotaflokka sem hafa verið taldir alvarlegastir. Annars vegar fíkniefnabrot (á tímabilinu 1990-1997) og hins vegar kynferðisbrot gegn börnum (upphaf árs 2013).
  Markmiðið er að athuga hvort merki um siðfár hafi komið fram í íslensku samfélagi á þessum tveimur tímabilum. Niðurstaðan er sú að hér hafi ríkt siðfár, að minnsta kosti vegna komu e-töflunnar á fyrra tímabilinu. Ekki er hægt að fullyrða að siðfár hafi ríkt í upphafi árs 2013 vegna kynferðisbrota gegn börnum. Umræðan fól í sér mörg einkenni siðfárs, en spurning er hvort viðbrögðin hafi verið úr samhengi við alvarleika brotanna.

 • Útdráttur er á ensku

  Studies on public opinion towards crime are important in order to understand public perceptions and crime experiences. It is especially interesting to examine the changes of the public’s opinion between different time periods. Studies have shown that the media can have an impact on the public’s opinion on crime. There are different theories regarding media influences. One of these effects is the idea of moral panics. Is it possible that the media either causes or becomes the vehicle for specific interest groups causing greater concerns towards a certain deviant behavior? Are society’s reactions at times incoherent with the actual nature of the behavior in question?
  This research is based on five different measurements on public opinion and their experiences with crime in Iceland. Helgi Gunnlaugsson has conducted the studies in collaboration with the Social Sciences Research Institute affiliated with the University of Iceland between the years 1989 and 2013. The project is also based upon analysis of the media on two of the crimes that have been believed by the public to be the most serious ones; drug use (in the period between 1990 and 1997) and child sexual abuse (in the beginning of 2013).
  The goal is to examine whether a moral panic can be detected in Icelandic society during these two time periods. The conclusion is that on the one hand, signs of moral panic were found, at least with the arrival of, at that time popular drug, ecstasy. On the other hand it is more difficult to state that a moral panic prevailed in the beginning of 2013 regarding pedophilic crimes. Yet, at that time public and media discussion included most of the features of a moral panic. The question remains however, whether the reaction was over-blown compared to the actual nature of the crime.

Samþykkt: 
 • 20.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jonas_Orri_Jonasson.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna