is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16567

Titill: 
  • Að vega og meta. Eru efnahagsleg áhrif Ólympíuleika rétt metin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Alþjóða Ólympíusambandið á einkaréttinn á leikunum og hefur gert frá árinu 1896. Borgir keppa við hvor aðra um réttin til að halda leikana sem fara fram á fjögurra ára fresti. Ein helst ástæða þess að borgir vilja halda stórviðburð eins og Ólympíuleikana eru von um efnahagslegan ábata. Leikarnir eru af mörgum taldir draga að ferðamenn bæði á meðan leikunum stendur og í kjölfar þeirra, ekki síst vegna athyglinnar sem leikarnir fá frá heimsbyggðinni. Kostnaður við að halda leikana er mikill en tekjur af leikunum er ætlað að vega upp á móti þeim kostnaði. Ekki eru þó allir fræðimenn sammála um að Ólympíuleikar færi borgum efnahagslegan ábata. Montreal í Kanada hélt leikana árið 1976 og fór illa út úr þeim fjárhagslega og það tók borgina 30 ár að greiða upp skuldir vegna leikanna.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um muninn á þeim skýrslum sem gerðar eru fyrir leikana og þeim sem líta dagsins ljós að þeim loknum. Borgir sem sækja um leikana láta ávallt gera mat á væntum efnahagslegum áhrifum en sjaldan eru gerðar skýrslur að þeim loknum til að meta raunveruleg áhrif þeirra á hagkerfið. Skýrslur sem gerðar eru til að meta vænt efnahagsleg áhrif virðast innihalda marga vankanta og yfirvöld vanmeta augljóslega kostnaðinn við að halda leikana.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vega og meta.pdf920.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna