Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16576
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að athuga hvort markaðssetning á samfélagsmiðli geti aukið við sölu á vörum í ákveðinni vörulínu fyrirtækisins Weleda á Íslandi.
Útbúin var ný Facebook síða fyrir vörulínu Weleda Baby og ákvað rannsakandi að tímabil gagnaöflunar stæði yfir frá júní til september 2013. Helstu niðurstöður sýna að erfitt er að ná til mögulegra viðskiptavina án þess að nýta sér fjármagnaðar leiðir sem Facebook býður upp á. Sem dæmi má taka auglýsingar og efling sagna í fréttaveitu. Ályktanir eru þó dregnar að Weleda á Íslandi geti mögulega nýtt Facebook til frekari markaðssetningar sé fjármunum varið til þess.
Markaðssetning er nauðsynleg til að halda í núverandi viðskiptavini ásamt því að laða að nýja. Ferlið við markaðssetningu stækkar og sífellt bætast fleiri miðlar í hóp þeirra sem huga þarf að. Fyrirtæki þarf að huga að því að öll markaðssamskipti séu samhæfð og allir miðlar séu að færa sömu skilaboðin. Markaðssamskiptakerfið byggir á kynningarráðunum fimm og þá má nota til að koma virðistilboði til viðskiptavina á framfæri. Að auki þurfa fyrirtæki að huga að öllum milliliðum og reyna að nýta þá í þágu fyrirtækisins. Viðskiptavinir geta haft gríðarleg áhrif á velgengni vöru eða fyrirtækis með umtali, hvort sem það er rafrænt eða maður á mann.
Samfélagsmiðlar byggjast upp á þátttöku notenda, þar sem samfélög myndast og samskipti verða á milli notenda. Samfélagsmiðlana er hægt að nýta til markaðssetningar enda eru þar gagnvirk samskipti sem ráða ríkjum. Facebook er slíkur miðill og hafa fyrirtæki nú tækifæri til að búa sér þar til Síðu sem hjálpar til við að eiga í samskiptum við viðskiptavini og auka þannig virði í hugum þeirra. Facebook býður upp á góðar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem vilja koma sér og sínum vörum á framfæri þar.
Þessi ritgerð mun vonandi verða fyrirmynd fyrir frekari rannsóknir á Íslandi og jafnvel hjálpa fyrirtækjum sem vilja kynna sér betur það sem Facebook hefur upp á að bjóða þegar kemur að markaðssetningu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Thorbjorg_Petursdottir.pdf | 997.17 kB | Open | Heildartexti | View/Open |