is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16581

Titill: 
  • Maður, líttu þér nær : mikilvægi grenndarkennslu í skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.gráðu úr grunnskólakennarafræðum við kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013.
    Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn er fræðilegur og byrjar hann á umfjöllum um kenningar fjögurra fræðimanna, þeirra Lev Vygotsky, Jerome Bruner, John Dewey og Howard Gardner. Þeir lögðu allir áherslu á reynsluna og mikilvægi hennar í námi barna. Þeir töluðu einnig um mikilvægi umhverfisins og hve mikilvægt það er fyrir börn að komast í snertingu við sitt nánasta umhverfi. Því næst er fjallað um grenndarfræði og þau hugtök sem innan hennar eru; söguvitund, umhverfisvitund og grenndarvitund en þetta eru allt þættir sem að eru undirstaða styrkingar á sjálfsvitundinni. Í lok fræðilega hlutans er farið yfir grenndarkennslu og hversu mikilvægt það er að nýta nánasta umhverfi barna í kennslu.
    Í seinni hlutanum er komið fram með hugmyndir að verkefnum sem að hægt er að nýta í grenndarkennslu. Þetta eru verkefni sem nýtast á öllum aldursstigum og hægt er að útfæra á fleiri en einn hátt. Verkefnin eru hugsuð fyrir samfélagsgreinar en opna möguleikann á samþættingu við aðrar námsgreinar.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Arna og Sandra Dögg.pdf768 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna