is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16590

Titill: 
  • Áhugahvöt meðal nemenda sem hafa fengið kennslu samkvæmt aðferðinni Stærðfræði byggð á skilningi barna (CGI)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er leitast við því að svara rannsóknarspurningunni ,,Hvers eðlis er áhugahvöt meðal nemenda sem hafa fengið kennslu samkvæmt aðferðinni Stærðfræði byggð á skilningi barna?“ Framkvæmd var tilviksrannsókn í Melaskóla hjá nemendum í 5. bekk. Bekkurinn er undir umsjón Kristjönu Skúladóttur og hefur hún tileinkað sér kennsluhætti í stærðfræði sem byggð er á skilningi barna. Hugsmíðihyggja hefur verið helsta uppspretta hugmynda um að nemendur eigi að læra stærðfræði með skilningi. Það er ábyrgð kennarans að leiða nemendur upp á æðri stig hugsunar þar sem þeir eru í aðalhlutverki og kennarinn skapar viðeigandi aðstæður til náms. Gengið er út frá sama útgangspunkti og nemendur vinna að verkefnum á eigin forsendum til þess að þroskast í námi. Til þess að svara rannsóknarspurningunni var sjónum fyrst og fremst beint að innri og ytri áhugahvöt nemenda og mikilvægi tungumálsins í stærðfræðinámi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur sem iðka stærðfræði undir slíkri leiðsögn reynast vera jákvæðir gagnvart námsgreininni stærðfræði og námi í henni. Þeim virðist bæði þykja skemmtilegt og hvetjandi að glíma við námsefnið á sínum eigin forsendum þar sem stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir. Innri áhugahvöt virðist ríkjandi meðal nemenda sem hafa fengið slíka kennsluhætti. Niðurstöður tilviksrannsóknarinnar eru einnig í samræmi við þær rannsóknir sem áður hafa verið gerðar.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AudurBodvarsdottir-lokaritgerdBEd.pdf632.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna