is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16591

Titill: 
  • Samspil málþroska og læsis : hvernig góður málþroski og færni í lestrarnámi tengjast.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Góður málþroski er talinn forsenda fyrir farsælu lestrarnámi og hafa fræðimenn í auknum mæli beint sjónum sínum að því undirbúningsferli sem á sér stað áður en formlegt lestrarnám hefst. Fræðimenn hafa ýmist kallað þetta bernskulæsi, myndastig eða undanfara bókstafsstigs en þetta forstig læsis einkennir börn á leikskólaaldri. Þróun læsis er stigbundin og ekki fara öll börn á sama hraða í gegnum ferlið né með sama hætti en fræðimenn greinir helst á um hversu mörg stig börn fara í gegnum á leið sinni til læsis. Vísbendingar um hugsanlega lestrarerfiðleika má greina hjá börnum á forskólaaldri en birtingarmyndir vandans eru breytilegar og haldast í hendur við þá kunnáttu og örvun sem börn fá í leikskólum, grunnskólum og heima fyrir. Við upphaf skólagöngu geta forspárþættir læsis spáð fyrir um gengi í lestri tveimur árum síðar og með skimunarprófum má greina styrkleika og veikleika í læsisþáttum og beita snemmtækri íhlutun til að koma í veg fyrir eða draga úr erfiðleikunum. Meginniðurstöður ritgerðarinnar sýna að rannsóknir hafi leitt í ljós að lestrarfærni byggir á málvitund barna og málþroska, og að snemmtæk íhlutun og fagleg kennsla fyrstu ár grunnskólagöngunnar ráði úrslitum um hvernig börnum gengur að læra að lesa.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf943.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna