is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16600

Titill: 
 • Tengslanet og frumkvöðlar í ferðaþjónustu í tveimur sjávarplássum á Vestfjörðum
 • Titill er á ensku Social networks and entrepreneurs in tourism in two seaside towns in the Westfjords of Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Frumkvöðlar eru taldir vera mikilvægur þáttur í efnahagslegri uppbyggingu dreifbýlis. Því þarf að leggja sérstaka áherslu á að búa þeim þannig umhverfi að þeir nái að blómstra. Gott frumkvöðlaumhverfi veitir þeim stuðning og hvatningu til þess að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
  Í frumkvöðlafræðum hefur mikið verið skrifað um eiginleika frumkvöðulsins sjálfs og hvaða efnahagslegu undirstöður eru vænlegastar fyrir það fyrirtæki sem hann stofnar. Minna hefur verið skoðað hvernig nærumhverfi frumkvöðuls og frumkvöðlafyrirtækja geti haft áhrif á hann og starfsemina. Frumkvöðlafyrirtækið er að sjálfsögðu hluti af því nærumhverfi sem það er staðsett í og því þarf að athuga hvaða áhrif viðkomandi umhverfi getur haft á starfsemina.
  Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort einhverjir þættir í menningar- og félagslegu nærumhverfi frumkvöðlafyrirtækja geti á einhvern hátt haft áhrif á tilurð og framgang þeirra.
  Gerð var þátttökuathugun í tveimur sjávarplássum á Vestfjörðum þar sem skoðuð voru tvö ferðaþjónustufyrirtæki sem voru að slíta barnskónum; annars vegar Sjóræningjahúsið á Patreksfirði og hins vegar Melrakkasetrið í Súðavík.
  Niðurstöður sýna að ýmsir þættir skipta máli og geta haft áhrif á aðstandendur fyrirtækjanna og uppbyggingu þeirra svo sem sjálfsemd staða (e.place identity) og þau félagslegu tengslanet (e.social networks) sem þeir voru hluti af eða stofnuðu til á uppbyggingartímanum.
  Niðurstöður sýna einnig að með því að hafa í huga hið félags- og menningarlega nærumhverfi frumkvöðlafyrirtækja þá fæst aukinn skilningur á breytileika hins félagslega fyrirbæris sem frumkvöðulsháttur er.
  Lykilorð: frumkvöðull, frumkvöðulsháttur, staður, staðarsjálfsemd, félagsleg tengslanet, ferðamálafræði

 • Útdráttur er á ensku

  Entrepreneurs are thought to be an important aspect in regional development. Because of that, it is important to create an environment that they can flourish in. A good entrepreneurial environment is an environment where entrepreneurs receive support and encouragement to implement their ideas.
  In the academic debate about entrepreneurship, there has been much emphasis on the characteristics of the entrepreneur and from what economic grounds entrepreneurial businesses emerge. Less studied is how the environment of the entrepreneur and the entrepreneur’s business has an effect on the entrepreneur and entrepreneurial activities. Companies are a part of their environment and so we need to look at how the environment has an effect on the development of entrepreneurial companies.
  The aim of the study was to determine if some aspects of socio-cultural environment can somehow influence the emergence and progression of entrepreneurial businesses.
  A participant observation was made in two locations in the West Fjords of Iceland, and two entrepreneurial companies in their infancy were examined. These are the Pirate House in the village of Patreksfjörður and The Arctic Fox Centre in the village of Súðavík.
  The result shows that elements like place identity and the social networks of which the entrepreneurs were a part or which they established were relevant and had some effect on the development of the entrepreneurial business.
  The results also show that we need to bear in mind the social- cultural environment of the entrepreneur’s business and by doing so we gain increased understanding on the variability of the entrepreneurship.
  Keywords: entrepreneur, entrepreneurship, place, place identity, socio–cultural environment, social network, tourism

Samþykkt: 
 • 23.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iris Halldorsdottir 2013.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna