is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16616

Titill: 
  • Skólahald í Skeggjastaðahreppi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða skólasögu Skeggjastaðahrepps frá sjónarhorni tveggja kynslóða um miðja 20.öld. Auk þess er reynsla farskólakennara er skoðuð og fjallað um lög og reglur í tengslum við barnaskóla á þessu tímabili.
    Í Skeggjastaðahreppi var farskóli til ársins 1968 en þá tók við heimanakstursskóli. Viðtölin gefa innsýn í skólagöngu og aðstæður farskóla annars vegar og hins vegar heimanakstursskóla. Einnig er stuðst við gögn frá farskólakennara sem kenndi í Skeggjastaðahreppi frá 1944–1946. Þessi gögn gefa innsýn í líf og starf ungs kennara sem kemur í fámenna sveit og hefur kennslustörf þar. Einnig eru birt gögn sem sýna verkefni nemenda í Kennaraskólanum á 5.áratug síðustu aldar.
    Báðir viðmælendur minnast jákvæðs skólabrags þar sem góður andi var á milli nemenda auk þess sem virðing fyrir kennurum var mikil. Gögn frá farskólakennara gefa einnig þá mynd að þó að kennarastarfið hafi verið erfitt, þar sem stór og ólíkur nemendahópur hafi verið samankominn, hafi það einnig verið mjög gefandi og oftast skemmtilegt.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.25 MBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF