is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16617

Titill: 
 • Margan hefur veröldin villt : áhrif fjölmiðla á líkamsmynd unglingsstúlkna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed gráðu í Grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður um áhrif fjölmiðla á líkamsmynd unglingsstúlkna og mikilvægi miðlalæsis í því samhengi. Fjallað verður um fjölmiðla og hlutverk þeirra, framsetningu fjölmiðla á líkama kvenna og hvaða áhrif hún getur haft á líkamsmynd unglingsstúlkna. Einnig mun ég stikla á stóru varðandi sjálfsmynd einstaklinga og hvaða breytingum hún tekur á unglingsárunum.
  Ég mun fjalla um mikilvægi miðlalæsis í þeim margmiðlunarheimi sem börnin okkar alast upp í og segja frá einu af meginmarkmiðum miðlamenntar. Hversu mikilvægt er að vernda börnin okkar gegn óæskilegum áhrifum fjölmiðla með því að veita þeim gagnleg verkfæri sem nýtast þeim við að horfa gagnrýnum augum á miðlað efni.
  Þær tvær meginspurningar sem ég leitast við að svara eru: Hvaða áhrif hefur líkamsmynd eins og hún birtist í fjölmiðlum á sjálfsmynd unglingsstúlkna? Hvernig má nýta miðlalæsi sem verkfæri til að vernda ungar stúlkur fyrir áhrifum birtingarmyndar kvenlíkamans í fjölmiðlun?
  Meginástæða fyrir þessu vali er að ég tel mikla þörf á að veita komandi kynslóðum verkfæri til að verjast óæskilegum áhrifum fjölmiðla. Ég tel mikilvægt að ekki sé horft á það eitt að verja börn gegn miðlunum sjálfum, heldur að fá þeim verkfæri til að meta miðlað efni. Unglingsárin eru tími mótunar á mörgum sviðum og eru unglingarnir mjög berskjaldaðir fyrir efni fjölmiðla sem beinist í miklum mæli að þeim.

Samþykkt: 
 • 23.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ. B.Ed. E.K.E.pdf585.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna