is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16619

Titill: 
  • Förum hringinn : námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni okkar byggir á námsspili sem hefur hlotið nafnið Förum hringinn og er hugsað sem námsgagn í samfélagsfræði. Markhópurinn er nemendur frá 1.–10. bekkjar ásamt því að foreldrar geta spilað líka því verkefnum í spilinu er þyngdarskipt. Byggt er á námsefni innan hvers aldursstigs, almennri þekkingu og skemmtilegum fróðleik. Námsspilið er borðspil með fjölbreyttum spurningum. Spurningarnar eru ferns konar; stuttar spurningar, langar spurningar, landshlutaskiptar spurningar og skemmtilegar spurningar sem tengjast ekki beint náminu heldur fá þær nemendur til þess að brosa og hafa gaman af. Nemendur þurfa að fara allan hringinn með því að svara spurningum, kasta teningi og færast á milli reita eftir því hvað teningurinn gefur til kynna. Sá sem er fyrstur að fara hringinn vinnur. Eftir að hafa prófað spilið og gert nokkrar breytingar á því varð spilið að raunveruleika.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Förum hringinn.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna