is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16620

Titill: 
  • Fjörugt og strembið líf frá barnsaldri fram á fullorðinsár : einstaklingar með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að auka skilning á félagslegri stöðu einstaklinga sem hafa greinst með ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni og hvatvísi. Rýnt er í skráðar efnislegar heimildir og niðurstöður rannsóknar sem gerð var í tilefni ritgerðarinnar. Í ritgerðinni er fjallað almennt um taugaþroskaröskun og aðrar fylgiraskanir sem einstaklingar með ADHD glíma við. Foreldrar með ADHD eru líklegir til að eignast börn með ADHD vegna erfða. Flestir með ADHD eiga í erfiðleikum með lestur, skrift og stærðfræði. Sumir eru slakir á öllum sviðum og er það lýsandi fyrir félagslega stöðu einstaklinga með ADHD. Rannsóknin var framkvæmd á rafrænan hátt með því að senda út spurningar í tölvupósti. Svarhlutfall var 40%. Spurt var meðal annars um líðan, lyfjanotkun, skólagöngu, sjálfsálit og hvernig svarendum tekst að takast á við greindan vanda. Líf þessa fólks er fjörugt og strembið og er það ástand stöðugt. Þeir hafa lélega sjálfsmynd og eru í stöðugri baráttu við að ná sjálfstjórn. Lyf geta haft mikil áhrif til hins betra á líf þessara einstaklinga. Góð þekking kennara á ADHD getur skipt sköpum fyrir námsárangur einstaklingum með ADHD. Ætla má að félagslega staða einstaklinga með ADHD batni til muna með viðurkenningu samfélagsins í heild á því að taugaþroskaröskunin ADHD er sjúkdómur.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HÍ2013_Emilía J Guðjónsdóttir. LOKARITGERÐ í grunnskólakennarafræðum. Fjörugt og strembið líf frá barnsaldri fram á fullorðinsár. Eins taklingar með ADHA _14052013_END.pdf917.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna