is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16627

Titill: 
  • „Þetta er svo mikið strákaveldi“ : innsýn í kynjaheima dægurtónlistar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi var unnin með það fyrir augum að skoða dægurtónlistariðnaðinn með hliðsjón af kynhlutverkum. Markmiðið var að varpa ljósi á hvers vegna konur eru í miklum minnihluta í tónlistargeiranum á Íslandi. Tónlistariðnaðurinn er stór hluti af menningu okkar og því mikilvægt að kanna hvers vegna konur standa höllum fæti á þessu sviði. Verkefnið byggist á eigindlegri rannsókn. Annars vegar var gögnum safnað í gegnum eigindleg viðtöl við þrjár tónlistarkonur sem eiga sameiginlegt að hafa verið virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi og var sjónum beint að bakgrunni þeirra, menntun, reynslu og viðhorfi til tónlistargeirans. Hins vegar var gagnaöflun fólgin í samantekt á tónlistarumfjöllun í fjölmiðlum. Niðurstöður gefa til kynna að formgerðir samfélagsins og ráðandi hugmyndir um kvenleika og karlmennsku takmarki möguleika kvenna í tónlistargeiranum. Konur eiga erfitt uppdráttar á mörgum sviðum tónlistargeirans, sem hefur alla tíð verið karllægur, vegna ríkjandi hugmynda samfélagsins um hlutverk kynjanna. Þá kom í ljós að umfjöllun um dægurtónlist í fjölmiðlum á Íslandi er nánast alfarið í höndum karla.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innsýn í kynjaheimapdf.pdf539,32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna