is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1663

Titill: 
  • Almenn menntun til alhliða þroska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um almenna menntun og mikilvægi hennar til alhliða þroska grunnskólabarna. Alla tíð hefur mannskepnan mótað hugmyndir um menntun, hvað hún er og hvaða leiðir við getum farið til þess að öðlast hana. Almenn menntun er meginstoð lýðræðis, menningar og velferðar fyrir einstaklinga og þar með samfélagið. Það er mikilvægt að hverju sinni ríki sátt um hvað menntun er því grunnskólinn er skyldunám sem er ætlað að undirbúa ungar manneskjur til þess að takast á við lífið í dag og eftir að skólaskyldu lýkur. Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að sem flestir öðlist grunnmenntun til þess að skilja sem flesta þræði samfélagsins. Skólinn þarf fagmenn sem vinna samkvæmt aðalnámskrá með sveigjanleika í kennsluaðferðum og námsmati sem hentar fyrir námsgrunn og áhugasvið ólíkra nemenda. Til þess að verða að manni þurfa margir þættir að liggja saman í námi nemenda. Skólinn og kennarar þurfa að vinna eftir markmiðum sem sett eru af stjórnvöldum sem hafa þróast frá örófi alda. Heimilin geta styrkt börnin með því að taka þátt í heimanámi þeirra og vera þannig órjúfanlegur þáttur í uppeldi og menntun barns. Samvinna allra sem koma að mótun og menntun barns í grunnskóla er mikilvæg svo stefnan sé á hreinu og barnið viti um tilgang verkefna sinna og hvernig það getur nýtt þá þekkingu sem skólinn og heimilin miðla til þess gegnum nám. Samfélagið þarfnast almennrar menntunar einstaklinga og að þeir séu vel upplýstir um sjálfa sig og sína menningu. Ekki síður er mikilvægt að hin almenna menntun veiti börnum þekkingu á ólíkum siðum og gildum manna til þess að öðlast umburðarlyndi og víðsýni. Alhliða þroski er grunnur til að byggja ofaná, hver og einn ætti að hafa möguleika til þess að halda áfram að þroska kosti sína og velja sér leið til þess að vera virkur samfélagsþegn eftir að grunnskóla lýkur.

Samþykkt: 
  • 14.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed_lokaritgerd.pdf275,93 kBOpinnAlmenn menntun til alhliða þroska-heildPDFSkoða/Opna