is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16634

Titill: 
  • Montessori, Freire og UNICEF : eiga þau samleið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Menntun á erindi við alla og á sér stað í flestum löndum og við margvíslegar aðstæður. Hér verður fjallað um ævi og kenningar tveggja frömuða, á sviði menntunar þar sem fátækt og eymd var við líði, þeirra Paulo Freire og Mariu Montessori. Þá verður fjallað um handbók UNICEF um barnvænt skólastarf. Þetta verður gert með þá spurningu í huga: hvort hægt sé að ganga inn í skólastarf hjá UNICEF á hugmyndafræðilegum forsendum þeirra Freire eða Montessori? Þetta verður gert í hefðbundnu formi rannsóknarritgerðar og verður notast við bækur Montessori og Freire, ásamt ýmsu öðru efni sem hefur verið skrifað um þau og kenningar þeirra. Helstu niðurstöður eru þær að það sé að einhverju leyti hægt að vera fylgjandi hugmyndafræðilegum forsendum Freire ef áhugi er að starfa hjá barnvænum skólum UNICEF. Þó er líklegra að þeir sem vilji starfa og ná árangri í barnvænum skólum geri það á hugmyndafræðilegum forsendum Monterssori. Kenningar hennar eiga mun meira erindi við skólastarf UNICEF. Hugmyndir Montessori og Freire eiga þó líklega erindi við alla þá sem ætla sér að mennta börn og fullorðna. Ekki síst í vanþróuðum ríkjum. Þar af leiðandi eiga þær hugmyndir sem fjallað er um hér, erindi við þá sem ætla sér að vinna að menntun þeirra sem minna mega sín og búa við bág kjör.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl Sigtryggsson.pdf681.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna