is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16638

Titill: 
 • Umhverfið sem uppspretta viðfangsefna í myndmennt ; verkefnasafn í myndmennt fyrir grunnskóla er byggir á notkun efniviðar úr umhverfi nemenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þetta er lokaverkefni höfundar til B.Ed. prófs við grunnskólakennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Það er sett upp í tveimur hlutum; sem greinargerð og verkefnasafn. Hugmyndin að baki verkefnasafninu er að hægt sé að vinna ýmis ólík verkefni í myndmennt með áherslu á sjálfbærni.
  Tilgangur verkefnisins er að glæða vitund nemenda um umhverfi sitt og ábyrgð þeirra á því. Jafnframt er verkefnasafninu ætlað að gefa skólafólki hugmyndir að endurnýtingu efnis í nærumhverfi skóla.
  Í greinargerðinni er fjallað um hugtakið sjálfbærni og sjálfbærni í listum. Sjálfbærni og umhverfi er sett í samhengi og fjallað um þrjá listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sín í nánum tengslum við umhverfið og náttúruna, en slík listsköpun tengist sjálfbærni.
  Verkefnasafninu er skipt í tvo kafla. Í fyrri kaflanum er samansafn af hugmyndum að verkefnum sem byggja á endurvinnslu efnisafganga sem falla til í umhverfi okkar. Seinni kaflinn inniheldur verkefnahugmyndir sem byggja á notkun náttúruefna.

Samþykkt: 
 • 24.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karólína B.Ed ritgerð 2013.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna