is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16639

Titill: 
  • Að lesa meira og meira – meira í dag en í gær : hvernig geta foreldrar stutt við lestrarnám barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er heimildaritgerð og fjallar um fræðin á bak við lestrarnámið og mikilvægi þess að nemendur fái reglubundna þjálfun í lestri. Vel þjálfaðir og faglegir kennarar gegna þar meginhlutverki samhliða virkri þátttöku foreldra. Einnig verða kynntar hvaða kennsluaðferðir henta best til þjálfunar á grunnatriðum lestrarnámsins. Lestrarkennsla sem miðast við þarfir einstaklingsins er vænlegust til árangurs en með hjálp skimunarprófa má auðveldlega kortleggja styrkleika og veikleika nemenda í læsisþáttum við upphaf lestrarkennslu. Byrjað er að skima fyrir lestrarerfiðleikum strax í leikskóla með það að markmiði að veita inngrip og þjálfun sem eflir móttækileika og dregur úr hættu á lestrarerfiðleikum seinna meir.
    Kennarar þurfa að vita hverjar þarfir nemendans eru og hvaða áherslur skal leggja í kennslu til að ná fram viðeigandi árangri hjá hverjum og einum. Árangursrík lestrarkennsla byggir á markvissri kennslu í fimm grunnþáttum lestrar sem eru: 1) hljóðkerfisvitund, 2) umskráning, 3) lesfimi, 4) orðaforði og 5) lesskilningur. Til að ná árangri í öllum þessum þáttum þurfa nemendur að þjálfa lestrarfærni sína og gegnir þátttaka foreldra þar mikilvægu hlutverki. Mikilvægt er að foreldrar sýni námi barna sinna áhuga og leggi sitt af mörkum til að styðja þau og hvetja. Segja má að lestrarkennsla hefjist með óformlegum hætti strax í frumbernsku með örvun tungumálsins, lestri barnabóka, leikjum, vísum og söngvum á heimilum og leiksskólum. Með því að efla orðaforða barnsins og færni þess í talmálinu er lagður dýrmætur grunnur að les- og málskilningi sem jafnframt stuðlar að góðum námsárangri.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Valgarðsdóttir.pdf818.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna