Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16648
Þetta er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í Faggreinakennslu í grunnskóla með textílmennta kjörsviði og skiptist það í greinargerð og kennsluverkefni. Verkefnið er framlag til lotukennslu í prjóni á unglingastigi þar sem sýndar eru prjónaaðferðir, kynnt markmið, námsmat og tillaga að fyrirlestrum bæði um prjón og íslensku ullina. Í verkefninu eru leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Hugmynd af verkefninu varð til í vettvagnsnámi þegar í ljós kom að lítið hefur verið gefið út af kennsluefni fyrir lotukennslu í grunnskólum. Við gerð verkefnisins kom vel í ljós mikilvægi góðs gagnagrunns fyrir lotur því oft fylgir mikið álag því að kenna mikið efni á stuttum tíma og því er gott skipulag nauðsynlegt. Verkefnið tekur á áfangamarkmiðum í textílmennt við lok 10. bekkjar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
abk10.lokaverkefni.B.Ed.pdf | 503.79 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
abk10.kennsluverkefni.B.Ed.pdf | 1.69 MB | Opinn | Kennsluverkefni | Skoða/Opna |