is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16649

Titill: 
  • Hvernig líður karlkennurum í vinnunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um rannsókn á því hvernig karlkennurum í grunnskólum líður í vinnunni. Gengið var út frá því að karlkennarar tilheyrðu minnihlutahópi á vinnustaðnum eins og upplýsingar frá Hagstofu Íslands gáfu til kynna. Fáar íslenskar heimildir voru til að styðja við rannsóknina, en aðallega var stuðst við erlenda rannsókn sem fjallað er um í bókinni Real Men or Real Teachers eftir Paul Sargent frá árinu 2001. Fyrir þessa rannsókn voru tekin viðtöl við karlkennara sem störfuðu sem umsjónarkennarar á yngsta stigi grunnskóla í Reykjavík. Helsta niðurstaðan var sú að karlkennurum liði vel í starfi sínu, þrátt fyrir að tilheyra minnihlutahópi. Þeir voru ágætlega sáttir við sinn hlut en í umræðunum koma svo fram vangaveltur um hvort að þeir séu ánægðir, eða hvort að þeir hafi í raun sætt sig við aðstæður. Einnig er sett fram áskorun til skólayfirvalda og sveitarfélaga að þörf sé á að breyta ímynd starfsins.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingunn M. Óskarsdóttir_B.Ed.verkefni.pdf894.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ingunn M. Óskarsdóttir_Kápa.pdf31.33 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Ingunn M. Óskarsdóttir_Titilsíða.pdf93.93 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna