Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16653
Tilgangur þessarar ritgerðar er að vekja textílmenntakennara til umhugsunar um hvernig megi nýta sjálfbærni í kennslu textílmenntar. Efni ritgerðarinnar ákvað ég vegna þess áhuga sem ég hef á sjálfbærni og á textíliðnaðinum. Sem verðandi textílmenntakennari hef ég áhuga á að kynna mér þær leiðir sem ég get nýtt mér í starfi og kynnt ungmennum landsins fyrir hugtakinu sjálfbær þróun. Með nýrri Aðalnámskrá er lagt upp með að í öllu skólastarfi sé lögð áhersla á sjálfbærni og er hún einn af sex grunnþáttum sem námskráin byggir á. Textíliðnaðurinn er mjög mengandi iðnaður og hefur neysla Vesturlandabúa mikil áhrif á fólk í fátækari heimshlutum þar sem iðnaðurinn er hvað stærstur og er því menntun til sjálfbærni mikilvæg til að íbúar jarðar gangi ekki meira á jörðina en hún þolir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfbærni í textílmennt - lokaverkefni.pdf | 640.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |