en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16656

Title: 
  • Title is in Icelandic Líðan barna við upphaf grunnskóla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er líðan barna við upphaf grunnskóla. Það er efni sem hefur verið í huga mér frá því að mitt eigið barn byrjaði í grunnskóla. Engin tvö börn eru eins og þess vegna upplifa þau skólabyrjun á mismunandi hátt. Sumum líður vel og öðrum illa. Tilgangur verkefnisins er að athuga hvort munur sé á líðan barna við skólabyrjun. Stuðst er við fræðilegar heimildir, meðal annars um tengsl leik- og grunnskóla, tengsl heimilis og skóla og farið inn á geðheilsu barna og geðtengsl. Athugun á líðan barna við upphaf grunnskóla er gerð með viðtölum við foreldra fjögurra barna sem hófu nám síðastliðið haust í tveimur ólíkum skólum. Helstu niðurstöður viðtalanna sýna að foreldrum finnst vel tekið á móti börnunum við skólabyrjun og það sé helst gleði og stolt í bland við smá kvíða sem einkenna tilfinningar foreldranna. Ekki virtust breytingar á hegðun og líðan barnanna koma neitt sérstaklega í ljós við tímamótin hvort sem þau hefðu vin sem fylgdi þeim eða þekktu einhvern í skólanum eða ekki. Ekki var hægt að greina meiri vanlíðan eða meiri vellíðan barnanna eftir því í hvorn skólann þau ganga og virtust þau hafa haft það ágætt við skólabyrjun.

Accepted: 
  • Sep 24, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16656


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lidanbarna.pdf723.15 kBOpenHeildartextiPDFView/Open