is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16663

Titill: 
  • Birkir og Jóhanna læra á umhverfið : myndband og skýrsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vorið 2013 luku 26 nemar í grunnskólakennarafræði skapandi hópverkefni til B.Ed.-prófs með áherslu á samvinnu og skapandi vinnubrögð. Hópurinn ákvað að fást við þverfaglegt nám og námsefni og læsi í víðum skilningi. Undirhópar skiluðu fimm verkefnum sem mynduðu sýningarheild á Menntavísindasviði 19. apríl 2013. Hverju verkefni fylgir skýrsla þar sem lýst er fræðagrunni og hvernig skapað var út frá honum. Skapandi hópverkefni er birt í heild sinni á http://skrif.hi.is/skapandihopverkefniBEd
    Við ákváðum að vinna þverfaglegt kennsluefni um umhverfislæsi og tengsl þess við sjálfbærni því það er efni sem er okkur hugleikið. Myndbandið er hugsað sem kveikja fyrir kennslu barna á yngsta og miðstigi grunnskóla. Það ber yfirskriftina Birkir og Jóhanna læra á umhverfið og er unnið með tækni sem kallast stop motion eða „kyrr hreyfing” þar sem röð ljósmynda myndar hreyfimynd. Myndbandið segir frá degi í lífi systkina sem öðlast þekkingu, leikni og hæfni í umhverfislæsi.
    Í skýrslunni er farið í fræðin á bakvið umhverfislæsi og sjálfbærni, hugtök skilgreind og tengd við myndbandið. Einnig er sagt frá sköpunarferlinu og hvernig gekk að koma fræðilegu efni á skapandi form. Í viðauka er að finna efni frá sýningu verkefnisins. Þar má finn veggspjöld með skilgreiningum hugtaka, kennsluhugmyndum og ljósmyndum frá ferlinu.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skýrsla.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna