Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16665
Vorið 2013 luku 26 nemar í grunnskólakennarafræði skapandi hópverkefni til B.Ed.-prófs með áherslu á samvinnu og skapandi vinnubrögð. Hópurinn ákvað að fást við þverfaglegt nám og námsefni og læsi í víðum skilningi. Undirhópar skiluðu fimm verkefnum sem mynduðu sýningarheild á Menntavísindasviði 19. apríl 2013. Hverju verkefni fylgir skýrsla þar sem lýst er fræðagrunni og hvernig skapað var út frá honum. Skapandi hópverkefni er birt í heild sinni á http://skrif.hi.is/skapandihopverkefniBEd.
Efni þessa verkefnis var að skoða hvernig hægt væri að blanda saman ýmsum kenningum og aðferðum til að gera stafainnlögn fjölbreytta og að reyna að koma til móts við sem fjölbreyttastan hóp nemenda. Stafakistan var nafnið sem ákveðið var að nefna verkefnið. Stafirnir, sem hugmyndin er að nemendur búi til í þrívíddarformi, eru geymdir í kistunni og minnir hún okkur á að tungumálið er fjársjóður okkar sem ber að varðveita. Með stafakistunni fylgja kennsluleiðbeiningar þar sem fram koma hugmyndir að því hvernig útfæra megi verkefnið sem hluti af innlögn í lestrarnámi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stafakistan skýrslan.pdf | 348,75 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Stafróf fyrir kennsluleiðbeiningarnar-B.Ed.pdf | 32,45 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Kennsluleiðbeiningar_Stafakistan.pdf | 441,15 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |