is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16667

Titill: 
  • Tal- og málþroskaröskun hjá grunnskólanemum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um tal- og málþroskaröskun grunnskólanema. Höfundur leitar svara við því hvaða úrræði standa þeim nemendum til boða sem eiga við tal- og málþroskaröskun að stríða og hvernig þeirri þjónustu er háttað innan skólakerfisins. Fyrstu kaflar ritgerðarinnar fjalla um málþroska barna, tal- og málþroskaröskun og snemmtæka íhlutun. Þá tekur við umfjöllun um úrræði og þjónustu og í síðasta kafla ritgerðarinnar er reynt að varpa ljósi á raunverulega stöðu málefnisins í dag. Stuðst er við nýútkomna Skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Skýrsla þessi er fyrsta heildarúttekt á stöðu málefna barna og ungmenna með tal- og málþroskafrávik á Íslandi.
    Það er ljóst að þrátt fyrir að lagalega sé réttur barna með tal- og málþroskaröskun tryggður, annar kerfið ekki eftirspurn eftir þjónustu við börn og ungmenni. Foreldrar eru óánægðir með þá þjónustu sem börn þeirra fá. Þrátt fyrir að kennarar og annað fagfólk sé ekki jafn neikvætt og foreldrar varðandi þjónustu við börn með tal- og málþroskaröskun eru flest allir sammála um mikilvægi þess að þjónustan verði bætt. Flestir taka tungumálinu sem sjálfsögðum hlut, við notum það stöðugt í daglegu lífi okkar. Með þá staðreynd í huga; ætti þjónusta vegna tal- og málþroskafrávika ekki að vera sjálfsögð mannréttindi?

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Signý Ósk Sigurjónsdóttir.pdf547.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna