is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16668

Titill: 
  • Kostir útikennslu á yngsta stigi grunnskólans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er útikennsla og markmiðið er að varpa ljósi á þá kosti sem hún hefur á yngsta stigi grunnskólans. Með útikennslu er átt við það þegar kennsla er færð út fyrir veggi skólans með nám að leiðarljósi og stuðlað er að því að nemendur læri með því að framkvæma og upplifa. Í ritgerðinni er fjallað um helstu kosti útikennslu og hvernig hún getur komið að gagni við nám en hún getur farið fram víða og þarf ekki að taka langan tíma. Fjallað er um mikilvægi hreyfingar og hvernig útikennsla stuðlar að aukinni hreyfingu og útivist. Komið er inn á áhrif útikennslu á Íslandi og sérstaklega hvernig náttúrufræði hefur verið nýtt sem grunnur að útikennslu. Gerð eru skil á kenningum fræðimannanna Jean Piaget, John Dewey, Lev Vygotsky og Howard Gardner og hvernig þær styðja útikennslu. Einnig verður vikið að hlutverki kennara sem er mjög mikilvægt enda að mörgu að huga. Að lokum er fjallað um námsmat sem er nauðsynlegur hluti af útikennslu og nokkur dæmi nefnd um æskilegt námsmat.

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Skúlad.- Lokaverkefni.pdf439.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna