en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16671

Title: 
  • Title is in Icelandic Nám með nýjum formerkjum : punktar um stuttmyndagerð í skólastarfi
Submitted: 
  • June 2013
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Greinargerð þessi fylgir stuttmynd sem unnin var með börnum á aldrinum 4–14 ára. Stuttmyndinni er ætlað að vera sýnidæmi um hvernig verkefni hægt er að vinna með nemendum í skólastarfi, allt frá leikskólaaldri upp í unglingastig. Greinagerðin er frekari útlistun á gildi stuttmyndagerðar í skólastarfi ásamt hagnýtum atriðum sem gott er að hafa í huga þegar unnið er að stuttmynd með nemendum. Í greinagerðinni er fjallað um tengsl stuttmyndagerðar við nýja aðalnámskrá og á hvaða hátt slík vinna endurspeglar og styður við ákveðna grunnþætti menntunar. Skoðaðar eru ýmsar uppeldiskenningar þekktra fræðimanna og leitast við að draga fram hvernig stuttmyndagerð tengist þeim fræðum. Því næst er farið í ferlið sjálft; hlutverk kennarans í því ferli og hugmyndavinnu, handritagerð, leiklistarþáttinn, tökur, klippingu og hljóðsetningu myndarinnar. Inn í þá kafla fléttast tengsl vinnunnar við ýmis fræði og nokkur dæmi um slíka vinnu hér á landi eru reifuð. Greinagerðinni fylgir svo umfjöllun um myndina sjálfa, Nammibannið, markmið hennar og vinnuferlið. Í fylgiskjölum má sjá handritið og skjáskot úr myndinni sem hér fylgir á stafrænum mynddiski (DVD). Myndin er byggð á hugmynd höfundar um hvað myndi gerast ef nammi yrði bannað á Íslandi. Hún er um 14 mínútur að lengd og fjallar um Gunna sem þarf að leysa verkefni fyrir nammisalann sinn og atburðarásina í kringum það. Stuttmynd þessi er einkum hugsuð til þess að skemmta áhorfendum en einnig til að vekja þá til umhugsunar um miðlalæsi.

Accepted: 
  • Sep 25, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16671


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Nam_med_nyjum_formerkjum_.pdf1.29 MBOpenGreinargerðPDFView/Open