is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16672

Titill: 
  • Aftur nýtt : endurnýtanlegur efniviður í textílkennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Endurnýting er mikilvægur þáttur í íslenskri menningu og hefur fylgt mannkyninu gegnum árin. Hér áður fyrr var endurnýting helst tilkomin af nauðsyn, sökum fátæktar og skorts á efnivið til að vinna úr. Nú á tímum snýr endurnýting að samfélagslegum gildum og umhverfisvitund sem stuðlar að sjálfbærni og endurnýtingu. Í verkefni þessu er fari yfir það hvernig endurnýting í textílkennsu fellur að þeim markmiðum og gildum sem ný Aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á. Nýjasta útgáfa Aðalnámskrár grunnskóla er byggð á sex grunnstoðum menntunnar og taka hæfniviðmið námsgreina mið af þeim. Mikil og hröð þróun og tækninýjungar hafa leitt af sér breytingar á samfélaginu í heild, endurnýting hefur þróast frá því að vera nauðsyn yfir í að snúa að vitundavakningu um mikilvægi þess að hlúa vel að umhverfinu. Endurnýting í textílkennslu býður upp á fjölbreyttni í kennsluháttum og verkefnavali og skapar tækifæri til að auka frumkvæði, sköpunargleði og sjálfbærni nemenda. Allt eru þetta liðir í grunnþáttum menntunar sem ný Aðalnámskrá grunnskóla byggir á. Því er ljóst að endurnýting í textílkennslu fellur vel að grunnþáttum menntunar og eykur umhverfisvitund nemenda. Þar að auki stuðlar endurnýting í textílkennslu að sjálfbærni í skólastarfi sem er hluti af þróun samfélagsins. Höfundur vonast til að verkefni þetta kveiki áhuga textílkennara á að hafa endurvinnslu í huga þegar kemur að skipulagi kennslunnar.

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aftur nýtt_greinagerð.pdf652.58 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Aftur nýtt_kennsluverkefni.pdf10.5 MBOpinnPDFSkoða/Opna