is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16678

Titill: 
  • Stærðfræðarinn : greinargerð um gerð stærðfræðismáforrits
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerð er fjallað um ástæður þess að ég ákvað að hanna smáforrit sem lokaverkefni á Menntavísindasviði. Það er einnig greint frá vinnunni og ferlinu við gerð smáforritsins. Sagt er frá því af hverju smáforrit geta nýst í kennslu og námi.
    Þegar ég fór á sjá fyrir endann á námi mínu við Menntavísindasvið fór ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur í lokaverkefninu og hvernig best væri að finna verkefni sem tengdist áhugasviði mínu. Ýmsar hugmyndir flugu um huga minn en ég hafði mikinn hug á að tengja saman kjörsvið mín en þau eru stærðfræði og upplýsingatækni og miðlun. Að lokum fékk ég þá hugmynd að búa til smáforrit fyrir spjaldtölvur, þrátt fyrir reynsluleysi í gerð smáforrita. Ég hef lítillega unnið með iPad-spjaldtölur í skólanum þar sem ég starfa og einnig hef ég mjög mikinn áhuga á því að vinna meira með tæknina og koma henni inn í skólann af meiri krafti.
    Smáforritið er því góð viðbót við þá flóru hjálpartækja sem standa nemendum til boða. Í Aðalnámskrá grunnskóla segir ennfremur að við lok grunnskóla eigi nemendur að kunna skil á algengum hugtökum og undirstöðusetningum sígildrar rúmfræði. Smáforritið tengir saman þessi markmið aðalnámskrár og gæti því nýst nemendum og skólum vel.

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærðfræðarinn_greinagerð_GS_Lokaskil.pdf28,23 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna